Rakel og María komnar áfram í tvíliðaleik

Íslensku keppendurnir á Evrópumóti unglinga í Finnlandi spiluðu sex leiki í einstaklingskeppninni í dag.

Ólafur Örn Guðmundsson og Sara Högnadóttir töpuðu tvenndarleik sínum á móti sterku þýsku pari sem var raðað númer 9 inn í mótið. Leiknum lauk með sigri þeirra þýsku 21-12 og 21-12.

Nökkvi Rúnarsson keppti á móti Schaller frá Sviss og tapaði 14-21 og 12-21.

Margrét Jóhannsdóttir tapaði leik sínum á móti spænskri stúlku sem var raðað númer 9 inn í mótið.

Ólafur Örn lék einnig tvíliðaleik í dag með félaga sínum, Kristni Inga Guðjónssyni. Þeir töpuðu mjög naumlega fyrir mótherjum sínum frá Rúmeníu 19-21 og 23-21.

Nökkvi og Thomas Þór Thomsen kepptu tvíliðaleik við Eista og töpuðu fyrir þeim 15-21 og 15-21 eftir að hafa verið töluvert yfir framan af fyrri lotunni.

Sigur Rakelar Jóhannesdóttur og Maríu Árnadóttur var kærkominn eftir tapdag í gær og það sem af var af þessum degi. Fyrsti sigurinn er því í höfn í einstaklingskeppninni. Þær unnu mótherja sína frá Noregi eftir oddalotu 21-13, 21-23 og 21-10. Rakel og María eru því einu Íslendingarnir sem eftir eru í mótinu og keppa á móti skoskum mótherjum á morgun.

U19 landsliðið - Rakel JóhannesdóttirU19 landsliðið - María Árnadóttir

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins í dag.

Skrifað 20. apríl, 2011
mg