Myndasafn BSÍ komið í gagnið

Í tilefni af 40 ára afmæli Badmintonsambands Íslands ákvað stjórn sambandsins að láta búa til myndavef þar sem hægt væri að flokka myndir með ýmsum hætti og leita ef nöfnum o.fl. Myndasafnið er nú tilbúið og var formlega tekinn í notkun á Afmælishátíð BSÍ 10.nóvember síðastliðin.

Um 200 myndir eru nú komnar inná vefinn og bíða nokkrir geisladiskar eftir því að vera lesnir inn. Síðustu myndirnar sem settar voru inn eru myndir frá Iceland Express International mótinu um helgina. Hægt er að skoða myndirnar með því að smella hér.

Badmintonsambandið skorar á allt badmintonfólk að grafa nú upp gömlu myndaalbúmin, skanna bestu myndirnar og senda þær til okkar. Badmintonmyndir frá öllum tímabilum eru vel þegnar. Hverri mynd þarf að fylgja upplýsingar um ljósmyndara/eiganda, dagsetningu (ár er nóg), nöfn einstaklinga á myndunum og tilefni (t.d. ákveðið mót eða jafnvel æfing). Myndirnar er best að senda á geisladiskum til Badmintonsambands Íslands, Engjavegi 6, 104 Reykjavík eða með tölvupósti á annalilja@badminton.is.

Í einhverjum tilvikum eru spurningarmerki við myndirnar og í þeim tilvikum vantar upplýsingar um viðkomandi mynd. Allar ábendingar um nöfn eða ártöl sem rangt er farið með óskast sendar til annalilja@badminton.is.

Skrifað 13. nóvember, 2007
ALS