Límtrésmót KR

Límtrésmót KR var haldið í gær í KR heimilinu við Frostaskjól. 

Helgi Jóhannesson vann í einliðaleik karla í meistaraflokki og Snjólaug Jóhannsdóttir í einliðaleik kvenna.  Í tvíliðaleik kvenna unnu Karitas Ósk Ólafsdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir og í tvíliðaleik karla Daníel Thomsen og Bjarki Stefánsson.  Í tvenndarleik unnu Róbert Þór Henn og Karitas Ósk Ólafsdóttir. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Límtrésmóti KR. 

Þá hafa öll mót innan mótaraðar BSÍ verið spiluð nema Meistaramót Íslands sem haldið verður í TBR húsunum við Gnoðarvog helgina 8. - 10. apríl næstkomandi. 

Til að sjá stöðu á styrkleikalista BSÍ smellið hér.

Síðasti skiladagur farandbikara er á morgun, þriðjudaginn 29. mars.  Þeim skal skila í afgreiðsluna í TBR.

Skrifađ 28. mars, 2011
mg