Meistaramót BH er um helgina

Um næstu helgi fer Meistaramót BH fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Á mótinu keppir flest af besta badmintonfólki landsins en keppt er í meistara, A og B flokki fullorðinna. Keppendur eru als 90 frá sjö félögum.

Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi:

Föstudagurinn 18.mars

kl.19:00 Keppni í einliðaleik karla og kvenna í meistaraflokki.
kl.21:30 Áætluð lok dags

Laugardagurinn 19.mars

kl. 9:00 Keppt fram í undanúrslit í öllum flokkum
kl.18:30 Áætluð lok dags

Sunnudagurinn 20.mars

kl.10:00 Undanúrslit í öllum flokkum
kl.13:00 Úrslit í öllum flokkum
kl.16:00 Verðlaunaafhending og lok móts

Nákvæma niðurröðun og tímasetningar má nálgast hér

Skrifađ 16. mars, 2011
mg