Sviss Open hefst á morgun

Á morgun, þriðjudag, hefst Sviss Open Grand Prix Gold mótið. 

Ragna Ingólfsdóttir keppir á mótinu en hún á fyrsta leik í forkeppni mótsins á morgun gegn hinni spænsku Carolina Marin. 

 

Ragna Ingólfsdóttir

 

Ragna hefur tvisvar keppt við Marin, í Kýpur árið 2009 og á Uber Cup í febrúar 2010. Ragna tapaði báðum viðureignum en þeirri síðari mjög naumlega 21-19 og 24-22.  Ragna er nú í 73. sæti heimslistans en Marin í því 67.  Það má því búast við hörkuleik á morgun. 

Smellið hér til að sjá niðurraðanir og tímasetningar á Sviss Open.

Skrifađ 14. mars, 2011
mg