Barna og unglingameistaramót TBR

16.01.2009 - 18.01.2009
Keppnisgreinar: Einliða-, tvíliða- og tvenndarleikur

Flokkar: U13-U19 unglingar

Staðsetning: TBR-húsin við Gnoðarvog

Síðasti skráningardagur: Mánudagurinn 12.janúar kl. 12.00

Mótsboð: http://www.badminton.is/media/files/umeistaramottbr09.doc

Niðurröðun og tímasetningar: http://tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=26690

Gestir mótsins verða tveir strákar og tvær stelpur frá KBK í Danmörku.

Mótið er hluti af REYKJAVIK INTERNATIONAL GAMES 2009. Auk badmintons er keppt í sundi, frjálsum íþróttum, dansi, hópfimleikum, skylmingum, listhlaupi, íshokkí, keilu og júdó.

Mótið verður sett með "SUNDLAUGADISKÓTEKI" í Laugardalslaug föstudaginn 16.janúar kl. 19.00. Allir þátttakendur í badmintonmótinu eru velkomnir.

Á laugardagskvöldinu 17.janúar verður þátttakendum boðið í kvöldvöku í TBR-húsinu í tilefni af 70 ára afmæli TBR.

Lokahátíð mótsins verður á sunnudagskvöldinu 18.janúar í Laugardalshöll. Keppendur allra íþróttagreina velkomnir. Framvísa þarf aðgangsarmböndum sem fást hjá mótsstjórn TBR.