Þjálfaramenntun
ÍSÍ sér um almenna fræðusluhlutann og má lesa nánar um hann hér:
https://isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun-isi/
Þjálfaramenntun ÍSÍ er áfangaskipt fræðslukerfi og eru þjálfarastigin þrjú. Þetta kerfi er samræmt fyrir allar íþróttagreinar.
Stefnt er að því að vera með þjálfaranámskeið á hverju hausti á vegum Badmintonsambands Ísland þar sem farin verður í sérgreinahlutann - badminton.
Endurmenntun fyrir þjálfara verður í boði 5-6 sinnum á ári eða alltaf þegar æfingabúðir BSÍ eru í gangi. Mismunandi efni eða þemu verða á hverju námskeiði fyrir sig og verður námskeiðið auglýst á samfélagsmiðlum Badmintonsambands Íslands og á heimasíðunni.
Að auki geta þjálfarar sótt um að fara á þjálfaranámskeið í tengslum við:
-
Sumarskóla Badminton Europe (level 2)
-
Nordic Camp
-
North Atlantic Camp