Evrópukeppni einstaklinga verður haldin 25.-30. apríl n.k. í Madrid á Spáni.
Kári Gunnarsson vann sér inn keppnisrétt í einliðaleik og Sigríður Árnadóttir og Daníel Jóhannesson munu keppa í tvenndarleik.
Þetta er gríðarlega sterkt mót og bestu spilarar evrpópu taka þátt, má þar nefna að núverandi Ólympíumeistari Viktor Axelsen er skráður til leiks í einliða og sjö pör á topp 20 í heiminum eru skráð í tvenndarleik.
Nánar má fylgjast með framgangi mótsins og okkar keppendum á þessari vefsíðu: http://events.badmintoneurope.com/cms/?cmsid=340&pageid=5797
Við óskum íslensku keppendunum okkar góðs gengis.
Comments