Þrjú af þeim fjórum íslensku pörunum sem tóku þátt í 32 liða úrslitum í tvenndarleik unnu sína leiki á öðrum degi RSL Iceland International.
Kristófer og Drífa sigruðu par frá Eistlandi í oddalotu í 21-21 og 21.13.
Daníel og Sigríður sigruðu par frá Finnlandi í tveimur lotum 21-12 og 22-20.
Davíð Bjarni og Arna Karen sigruðu par frá Sviss 22-20 og 21-12.
Róbert Ingi og Una Hrund töpuðu í hörku leik í oddalotu 21-16, 16-21 og 21-16
Klukkan 11.20 hófust leikir í 32 manna úrslitum í einliðaleik kvenna. Sólrún Anna Ingvarsdóttir sem vann sig inn í aðalkeppnina með því að vinna tvo leiki í undankeppninni hefur leik kl. 13.00 en hún spilar við Elena-Alexandra Diordiev frá Moldavíu.
Allar upplýsingar um leiki, tímasetningar og úrslit eru að finna á:
Einnig minnum við á streymið á youtube stöð sambandsins - Badminton Icelanad Badminton Iceland - YouTube
Comments