
Í æfingabúðum BSÍ um síðastliðna helgi fór fram sérstök úrtaksæfing fyrir ungar badmintonstelpur. Tuttugu efnilegum stelpum úr badmintonklúbbum víðsvegar af landinu voru boðaðar til að taka þátt í æfingu með landsliðsþjálfara okkar, Kenneth Larsen og honum til aðstoðar var Una Hrund badmintonþjálfari úr BH.
Stelpurnar stóðu sig með prýði á æfingunni. Úrtakið er liður í því að velja hóp leikmanna sem mun mynda nýjan stelpuhóp BSÍ, sem verður kynntur síðar.
Við hlökkum til að fylgjast með framhaldinu og sjá hvernig þetta spennandi verkefni þróast á næstu mánuðum!

Comentarios