top of page
Search

ÚRSLIT Á ÓSKARSMÓTI KR 2025, 22-23.febrúar

laufey2

Óskarsmót KR 2025 fór fram um helgina í KR heimilinu, Reykjavík.


Keppt var í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í fullorðinsflokkum og var góð þátttaka í mótinu.


Úrslit urðu eftirfarandi:


Úrvalsdeild:

Í einliðaleik karla sigraði Daníel Jóhannesson TBR og Róbert Ingi Huldarsson BH varð í öðru sæti.


Í einliðaleik kvenna sigraði Iðunn Jakobsdóttir TBR og Lilja Bu TBR varð í öðru sæti.


Í tvíliðaleik karla unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR gull og Daníel Jóhannesson og Róbert Þór Henn TBR silfur.



Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Natalía Ósk Óðinsdóttir og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH og í öðru sæti urðu Hrafnhildur Magnúsdóttir og Iðunn Jakobsdóttir TBR.



Úrslit í 1. deild :

Í einliðaleik karla sigraði Daníel Máni Einarsson TBR og og í öðru sæti varð Daníel Ísak Steinarsson BH.


Í einliðaleik kvenna vann Emma Katrín Helgadóttir Tindastól gull og Birna Sól Björnsdóttir KR silfur.


Í tvíliðaleik karla sigruðu Daníel Ísak Steinarsson og Stefán Logi Friðriksson BH og í öðru sæti urðu Einar Örn Þórsson og Kristán Hrafn Bergsveinsson UMFA.



Í tvíliðaleik kvenna unnu Inga María Ottósdóttir og Sunna Karen Ingvarsdóttir UMFA gull og Emma Katrín Helgadóttir Tindastól og Lena Rut Gígja BH silfur.



Í tvenndarleik sigruðu Daníel Ísak Steinarsson og Katla Sól Arnarsdóttir BH og Rúnar Gauti Kristjánsson BH og Emma Katrín Helgadóttir Tindastól lentu í öðru sæti.


Úrslit í 2. deild:

Í einliðaleik karla vann Helgi Valur Pálsson BH gull og Brynjar Petersen TBR silfur.


Í einliðaleik kvenna sigraði Hera Nguyen KR og í öðru sæti varð Rebekka Einarsdóttir Hamar.


Í tvíliðaleik karla urðu Brynjar Petersen og Grímur Eliasen TBR í fyrsta sæti og Anh Tú Hoang og Vam Huy í öðru sæti.



Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Erla Rós Heiðarsdóttir og Þórdís María Róbertsdóttir BH og í öðru sæti urðu Rakel Rós Guðmundsdóttir og Rebekka Einarsdóttir Hamar.



Í tvenndarleik unnu Egill Þór Magnússon og Sunna Karen Ingvarsdóttir UMFA gull og Birkir Darri Nökkvason og Snædís Sól Ingimundardóttir BH silfur.



Með því að smella hér er hægt að skoða nánar öll úrslit frá mótinu og fleiri myndir eru á facebook síðu KR

 
 
 

Comments


©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page