top of page
Search
laufey2

ÚRSLIT Á TBR OPIÐ 2023, 7 - 8 OKTÓBER.

TBR OPIÐ BADMINTONMÓT var haldið í TBR-húsum um liðna helgi, 7.-8. okt.


8 gestir frá Kína voru gestir mótsins, og því var það með öðru sniði en venjulega. Fjórir gestanna kepptu í Úrvalsdeild og hinir fjórir kepptu í U-19 ára flokki. Alls voru 55 keppendur mættir til leiks.


Á föstudagskvöldinu fyrir mótið fór fram liðakeppni, milli TBR/BH í Úrvalsdeild og Ningbo í Kína þar sem TBR/BH tapaði 1-4 en Kristófer Darri Finnson og Davíð Bjarni Björnsson unnu tvíliðaleik karla. Í U19 fór einnig fram liðakeppni, milli TBR og Ningbo og þar vann kínverska liðið 0-5.


Helstu úrslit í TBR Opið 2023 urðu eftirfarandi:


Úrvalsdeild:


Í einliðaleik karla sigraði Zhou Xinyu Ningbo, Kína og Daníel Jóhannesson TBR varð í öðru sæti.

Kínverski sendiherran á Íslandi, He Rulong, mætti á svæðið, horfði á úrslitaleik karla og afhenti verðlaunin að leik loknum, ásamt Gunnari Petersen formanni TBR.


Í einliðaleik kvenna sigraði Lv Xuexhou Ningbo, Kína og Sigríður Árnadóttir TBR varð í öðru sæti.



Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Zhou Xinyu og Zhou Xufan Ningbo, Kína gegn Davíð Bjarna Björnssyni og Kristófer Darra Finnssyni og þar sigruðu Zhou og Zhou frá Kína.


Í tvíliðaleik kvenna unnu Lin Xin og Lv Xuexhou gull og Sigríður Árnadóttir og Una Hrund Örvar TBR/BH silfur.


Í tvenndarleik unnu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR gull og Zhou Xufan og Lin Xin Ningbo, Kína silfur.


U19:


Í einliðaleik karla sigraði Gao Yuxuan Ningbo, Kína og Einar Óli Guðbjörnsson TBR varð í öðru sæti.


Í einliðaleik kvenna sigraði Zhou Yan Ningbo, Kína og Lilja Bu TBR varð í öðru sæti.


Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Gao Yuxuan og Xu Liyuan Ningbo, Kína gegn Einari Óla Guðbjörnssyni og Funa Hrafn Eliasen TBR og þar sigruðu Gao og Xu Kína.


Í tvíliðaleik kvenna unnu Chen Xiaofei og Zhou Yan Ningbo, Kína gull og Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Katla Sól Arnarsdóttir BH silfur.


Í tvenndarleik unnu Xu Liyuan og Chen Xiaofei Ningbo, Kína gull og Einar Óli Guðbjörnsson og Lilja Bu TBR silfur.

Með því að smella hér er hægt að skoða öll nánari úrslit frá mótinu og fleiri myndir eru á facebook síðu TBR

65 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page