Reykjavíkurmót fullorðinna 2025 fór fram um helgina í TBR húsinu, Reykjavík.
Keppt var í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í fullorðinsflokkum og var góð þátttaka í mótinu, alls 94 keppendur.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Úrvalsdeild:
Í einliðaleik karla sigraði Daníel Jóhannesson TBR og Gústav Nilsson TBR varð í öðru sæti.
Í einliðaleik kvenna sigraði Gerda Voitechovskaja BH og Iðunn Jakobsdóttir TBR varð í öðru sæti.
Í tvíliðaleik karla unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR gull og Daníel Jóhannesson og Róbert Þór Henn TBR silfur.

Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Gerda Voitechovskaja og Una Hrund Örvar BH og í öðru sæti urðu Natalía Ósk Óðinsdóttir og Rakel Rut Kristjánsddóttir BH.

Í tvenndarleik unnu Róbert Ingi Huldarsson og Una Hrund Örvar BH gull og Guðmundur Adam Gígja og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH silfur.
Úrslit í 1. deild :
Í einliðaleik karla sigraði Daníel Máni Einarsson TBR og og í öðru sæti varð Jónas Orri Egilsson TBR.
Í einliðaleik kvenna vann Birna Sól Björnsdóttir KR gull og Emma Katrín Helgadóttir Tindastól silfur.
Í tvíliðaleik karla sigruðu Daníel Ísak Steinarsson og Stefán Logi Friðriksson BH og í öðru sæti urðu Daníel Máni Einarsson og Eiríkur Tumi Briem TBR.

Í tvíliðaleik kvenna unnu Emma Katrín Helgadóttir Tindastól og Lena Rut Gígja BH gull og Arndís Sævarsdóttir UMFA og Sigrún Marteinsdóttir TBR silfur.

Í tvenndarleik sigruðu Óðinn Magnússon og Iðunn Jakobsdóttir TBR og Sebastían Vignisson og Natalía Ósk Óðinsdóttir BH lentu í öðru sæti.
Úrslit í 2. deild:
Í einliðaleik karla vann Erik Valur Kjartansson BH gull og Ásgeir Andri Adamsson Samherjar silfur.
Í einliðaleik kvenna sigraði Hera Nguyen KR og í öðru sæti varð Rebekka Einarsdóttir Hamar.
Í tvíliðaleik karla urðu Kristján Ásgeir Svavarsson og Sebastían Vignisson BH í fyrsta sæti og Erik Valur Kjartansson BH og Sebastían Amor Óskarsson TBS í öðru sæti.

Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Erla Rós Heiðarsdóttir og Katrín Stefánsdóttir BH og í öðru sæti urðu Hrafnhildur Ásgeirsdóttir og Oddný Hinriksdóttir TBR .

Í tvenndarleik unnu Kári Þórðarson og Katrín Stefánsdóttir BH gull og Van Huy Nguyen og Birna Sól Björnsdóttir silfur.
Með því að smella hér er hægt að skoða nánar öll úrslit frá mótinu og fleiri myndir eru á facebook síðu TBR
Commentaires