Meistaramót ÍA 2024 fór fram í íþróttahúsinu á Vesturgötu Akranesi um helgina.
Alls tóku 70 keppendur þátt í mótinu og keppt var í Úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild.
Mótið er hluti af mótaröð BSÍ og gaf stig á styrkleikalista sambandsins.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Úrvalsdeild:
Í einliðaleik karla sigraði Daníel Jóhannesson TBR og Gústav Nilsson TBR varð í öðru sæti.
í einliðaleik kvenna vann Lilja Bu TBR gull og Iðunn Jakobsdóttir TBR silfur.
Í tvíliðaleik karla léku Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR til úrslita gegn Daníel Jóhannessyni og Róbert Þór Henn TBR og þar sigruðu Davíð Bjarni og Kristófer.
Í tvíliðaleik kvenna unnu Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Katla Sól Arnarsdóttir BH gull og Hrafnhildur Magnúsdóttir og Iðunn Jakobsdóttir TBR silfur.
Í tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Hrafnhildur Magnúsdóttir TBR gull og Einar Óli Guðbjörnsson og Lilja Bu TBR silfur.
Úrslit í 1. deild :
Í einliðaleik karla sigraði Máni Berg Ellertsson ÍA og í öðru sæti varð Bjarni Þór Sverrisson TBR.
Í tvíliðaleik karla sigruðu Eggert Þór Eggertsson og Óðinn Magnússon TBR og í öðru sæti urðu Helgi Valur Pálsson og Kári Þórðarson BH.
Í tvenndarleik unnu Haukur Þórðarson og Sigrún Marteinsdóttir TBR gull og Þorvaldur Einarsson og Arndís Sævarsdóttir UMFA silfur.
Úrslit í 2. deild:
Í einliðaleik karla vann Lúðvík Kemp BH gull og Hákon Kemp BH silfur.
Í einliðaleik kvenna sigraði Anna Bryndís Andrésdóttir UMFA og í öðru sæti varð Eva Ström UMFA.
Í tvíliðaleik karla unnu Brynjar Petersen og Grímur Eliasen TBR gull og Ástþór Gauti Þorvaldsson og Magnús Bjarki Lárusson TBR silfur.
Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Birna Sól Björnsdóttir og Hera Nguyen KR og í öðru sæti urðu Erla Rós Heiðarsdóttir BH og Inga María Ottósdóttir UMFA.
Í tvenndarleik unnu Halldór Magni Þórðarson og Inga María Ottósdóttir UMFA gull og Ástþór Gauti Þorvaldsson TBR og Anna Bryndís Andrésdóttir UMFA silfur.
Með því að smella hér er hægt að skoða öll nánari úrslit frá mótinu og fleiri myndir eru á facebook síðu Badmintonfélags Akraness
Commentaires