top of page
Search
laufey2

ÚRSLIT Á MEISTARAMÓTI ÍA 2022, 22 - 23 OKTÓBER.

Meistaramót ÍA 2022 fór fram í íþróttahúsinu á Vesturgötu helgina 22 - 23 október s.l. Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista sambandsins. Alls voru 57 keppandi á mótinu og 107 skemmtilegir og spennandi leikir.


Úrslit í Úrvalsdeild:


Í einliðaleik karla sigraði Daníel Jóhannesson TBR og Róbert Ingi Huldarsson BH varð í öðru sæti.


Í einliðaleik kvenna vann Sigríður Árnadóttir TBR gull og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH silfur.


Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Davíð Phuong Xuan Nguyen og Róbert Ingi Huldarson BH gegn Daníeli Jóhannessyni og Jónasi Baldurssyni TBR og þar sigruðu Davíð og Róbert.


Í tvíliðaleik kvenna unnu Sigríður Árnadóttir og Þórunn Eylands TBR gull og Sólrún Anna Ingvarsdóttir og Una Hrund Örvar BH silfur.


Í tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Þórunn Eylands TBR gull og Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir silfur.


Úrslit í 1. deild :


Í einliðaleik karla sigraði Brynjar Már Ellertsson TBR og í öðru sæti varð Stefán Steinar Guðlaugsson BH.


Í einliðaleik kvenna vann Una Hrund Örvar BH gull og Katla Sól Arnarsdóttir BH silfur.


Í tvíliðaleik karla sigruðu Brynjar Már Ellertsson TBR og Máni Berg Ellertsson ÍA og í öðru sæti urðu Jón Sverrir Árnason og Stefán Steinar Guðlaugsson BH.


Í tvenndarleik unnu Adam Elí Ómarsson og Katla Sól Arnarsdóttir BH gull og Stefán Logi Friðriksson og Lena Rut Gígja BH silfur.


Úrslit í 2. deild:


Í einliðaleik karla vann Eggert Þór Eggersson TBR gull og Stefán Logi Friðriksson BH silfur.


Í einliðaleik kvenna sigraði Iðunn Jakobsdóttir TBR og í öðru sæti varð Hrafnhildur Magnúsdóttir TBR.


Í tvíliðaleik karla unnu Adam Elí Ómarsson og Stefán Logi Friðriksson BH gull og Eggert Þór Eggertsson og Eggert Þorgrímsson BH silfur.


Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Hrafnhildur Magnúsdóttir og Iðunn Jakobsdóttir TBR og í öðru sæti urðu Erla Rós Heiðarsdóttir og Katrín Stefánsdóttir BH.



Í tvenndarleik unnu Arnór Tumi Finnsson ÍA og Elena Vronskaja Úkraínu gull og Eggert Þór Eggertsson og Hrafnhildur Magnúsdóttir TBR silfur.


Með því að smella hér er hægt að skoða öll nánari úrslit frá mótinu.




69 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page