Meistaramót TBR 2025 fór fram í TBR húsinu um helgina, 4.-5. janúar.
Góð þátttaka var í mótinu og mikið um spennandi og skemmtilega leiki.
Helstu úrslit urðu þau að Davíð Bjarni Björnsson TBR og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR urðu tvöfaldir TBR meistarar 2025 í Úrvalsdeild.
og Sunna Karen Ingvarsdóttir og Anna Bryndís Andrésdóttir UMFA urðu tvöfaldir TBR meistarar 2025 í 2. deild.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Úrvalsdeild:
Í einliðaleik karla sigraði Gústav Nilsson TBR og Einar Óli Guðbjörnsson TBR varð í öðru sæti.
Í einliðaleik kvenna sigraði Gerda Voitechovskaja BH og Lilja Bu TBR varð í öðru sæti.
Í tvíliðaleik karla unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR gull og Gústav Nilsson og Vigni Haraldssyni TBR silfur.
Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Arna Karen Jóhannsdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR og og í öðru sæti urðu Gerda Voitechovskaja og Una Hrund Örvar BH.
Í tvenndarleik unnu Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR gull og Kristófer Darri Finnsson TBR og Una Hrund Örvar BH silfur.
Úrslit í 1. deild :
Í einliðaleik karla sigraði Daníel Máni Einarsson TBR og og í öðru sæti varð Jón Víðir Heiðarsson BH.
Í tvíliðaleik karla sigruðu Haukur Stefánsson og Kjartan Pálsson TBR og í öðru sæti urðu Hrafn Örlygsson og Kári Þórðarson BH.
Í tvíliðaleik kvenna unnu Arndís Sævarsdóttir UMFA og Sigrún Marteinsdóttir TBR gull og Birna Sól Björnsdóttir og Hera Nguyen KR silfur.
Í tvenndarleik sigruðu Stefán Logi Friðriksson og Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir BH og Einar Örn Þórsson og Arndís Sævarsdóttir UMFA lentu í öðru sæti.
Úrslit í 2. deild:
Í einliðaleik karla vann Rúnar Gauti Kristjánsson BH gull og Kristján Ásgeir Svavarsson BH silfur.
Í einliðaleik kvenna sigraði Sunna Karen Ingvarsdóttir UMFA og í öðru sæti varð Angela Líf Kuforji BH.
Í tvíliðaleik karla urðu Helgi Valur Pálsson og Kristján Ásgeir Svavarsson BH í fyrsta sæti og Arnar Freyr Bjarnason og Halldór Magni Þórðarson UMFA í öðru sæti.
Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Anna Bryndís Andrésdóttir og Sunna Karen Ingvarsdóttir UMFA og í öðru sæti urðu Snædís Sól Ingimundardóttir og Angela Líf Kuforji BH.
Í tvenndarleik unnu Andrés Ásgeir Andrésson og Anna Bryndís Andrésdóttir UMFA gull og Kári Þórðarson og Katrín Stefánsdóttir BH silfur.
Með því að smella hér er hægt að skoða nánar öll úrslit frá mótinu og fleiri myndir eru á facebook síðu TBR
Comments