Meistaramót TBR var haldið um helgina, í TBR húsum í Reykjavík. 95 keppendur voru mættir til leiks. Mótið er hluti af mótaröð BSÍ og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.
Róbert Ingi Huldarsson BH og Sigríður Árnadóttir TBR urðu TBR meistarar í einliðaleik 2023!
Úrslit urðu eftirfarandi:
Úrvalsdeild:
Í einliðaleik karla sigraði Róbert Ingi Huldarsson BH og Gústav Nilsson TBR varð í öðru sæti.
Í einliðaleik kvenna vann Sigríður Árnadóttir TBR gull og Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR silfur.
Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR gegn Davíð Phuong Xuan Nguyen og Róbert Inga Huldarssyni BH og þar sigruðu Davíð Bjarni og Kristófer.
Í tvíliðaleik kvenna unnu Sigríður Árnadóttir og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR gull og Sólrún Anna Ingvarsdóttir og Una Hrund Örvar BH silfur.
Í tvenndarleik unnu Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR gull og Róbert Ingi Huldarsson og Una Hrund Örvar BH silfur.
Úrslit í 1. deild :
Í einliðaleik karla sigraði Einar Óli Guðbjörnsson TBR og í öðru sæti varð Bjarki Stefánsson TBR.
Í einliðaleik kvenna vann Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS gull og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH silfur.
Í tvíliðaleik karla sigruðu Haukur Stefánsson og Ívar Oddsson TBR og í öðru sæti urðu Egill G. Guðlaugsson og Máni Berg Ellertsson ÍA.
Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Natalía Ósk Óðinsdóttir og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH og Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS og Katla Sól Arnarsdóttir BH lentu í öðru sæti.
Í tvenndarleik unnu Guðmundur Adam Gígja og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH gull og Jón Sigurðsson og Sigrún Marteinsdóttir TBR silfur.
Úrslit í 2. deild:
Í einliðaleik karla vann Adam Elí Ómarsson BH gull og Jón Víðir Heiðarsson BH silfur.
Í einliðaleik kvenna sigraði Birna Sól Björnsdóttir TBR og í öðru sæti varð Sigurlaug Sara Kristjánsdóttir TBS.
Í tvíliðaleik karla unnu Adam Elí Ómarsson og Stefán Logi Friðriksson BH gull og Freyr Víkingur Einarsson og Þorleifur Fúsi Guðmundsson BH silfur.
Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Arndís Sævarsdóttir og Inga María Ottósdóttir UMFA og í öðru sæti urðu Erla Rós Heiðarsdóttir og Katrín Stefánsdóttir BH.
Í tvenndarleik unnu Jón Sverrir Árnason og Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir BH / TBS gull og Freyr Víkingur Einarsson og Sigurlaug Sara Kristjánsdóttir BH / TBS silfur.
Með því að smella hér er hægt að skoða öll nánari úrslit frá mótinu og fleiri myndir eru á facebook síðu TBR
Comments