top of page
Search
laufey2

ÚRSLIT á Meistaramóti BH OG RSL 2023. Gerda þrefaldur BH meistari í Úrvalsdeild.

Meistaramót Badmintonfélags Hafnarfjarðar og RSL var haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu um síðustu helgi, 24.- 26. nóvember 2023.


99 keppendur voru skráðir til leiks og mikið var um spennandi leiki.

Á föstudeginum var keppt í einliðaleik, á laugardeginum í tvenndarleik og á sunnudeginum í tvíliðaleik.

Mótið er hluti af mótaröð BSÍ og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.


Helstu úrslit voru þau að Gerda Voitechovskaja BH varð þrefaldur BH meistari 2023.



Úrslit urðu eftirfarandi:


Úrvalsdeild:

Í einliðaleik karla sigraði Gústav Nilsson TBR og Daníel Jóhannesson TBR varð í öðru sæti.


Í einliðaleik kvenna sigraði Gerda Voitechovskaja BH og Sigríður Árnadóttir TBR varð í öðru sæti.


Í tvíliðaleik karla sigruðu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR og í öðru sæti urðu Brynjar Már Ellertsson og Guðmundur Adam Gígja BH.



Í tvíliðaleik kvenna unnu Gerda Voitechovskaja og Una Hrund Örvar BH gull og Natalía Ósk Óðinsdóttir og Rakel Rut Kristjánsdóttir silfur.



Í tvenndarleik unnu Gerda Voitechovskaja BH og Davíð Bjarni Björnsson TBR gull og Drífa Harðardóttir ÍA og Kristófer Darri Finnsson TBR silfur.



Úrslit í 1.Deild:

Í einliðaleik karla sigraði Daníel Máni Einarsson TBR og í öðru sæti varð Stefán Logi Friðriksson BH.



Í einliðaleik kvenna vann Katla Sól Arnarsdóttir BH gull og Iðunn Jakobsdóttir TBR silfur.



Í tvíliðaleik karla sigruðu Adam Elí Ómarsson og Stefán Logi Friðriksson BH og í öðru sæti urðu Bjarni Þór Sverrisson og Eggert Þór Eggertsson TBR.


Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Katla Sól Arnarsdóttir BH og Elín Helga Einarsdóttir og Lena Rut Gígja BH lentu í öðru sæti.


Í tvenndarleik unnu Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Stefán Logi Friðriksson BH gull og Halla Stella Sveinbjörnsdóttir og Steinþór Emil Svavarsson BH silfur.



Úrslit í 2. deild:

Í einliðaleik karla vann Helgi Valur Pálsson BH gull og Jónas Orri Egilsson TBR silfur.


Í einliðaleik kvenna sigraði Sigurlaug Sara Kristjánsdóttir TBS og í öðru sæti varð Hrafnhildur Magnúsdóttir TBR.


Í tvíliðaleik karla unnu Jón Sverrir Árnason og Jón Víðir Heiðarsson BH gull og Ástþór Gauti Þorvaldsson TBR og Þorvaldur Einarsson UMFA silfur.



Í tvíliðaleik kvenna unnu Angela Líf Kuforji og Snædís Sól Ingimundardóttir BH gull og Birna Sól Björnsdóttir og Sonja Sigurðardóttir TBR silfur.



Í tvenndarleik unnu Elín Ósk Traustadóttir og Helgi Valur Pálsson BH gull og Anna Bryndís Andrésdóttir og Andrés Ásgeir Andrésson UMFA silfur.



Með því að smella hér er hægt að skoða öll nánari úrslit frá mótinu og fleiri myndir eru á facebook síðu BH

74 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page