Meistaramót Badmintonfélags Hafnarfjarðar og RSL var haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Metþátttaka var í mótið, þar sem 108 keppendur voru mættir til leiks. Mótið er hluti af mótaröð BSÍ og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.
Helstu úrslit urðu þau að Sigríður Árnadóttir TBR varð þrefaldur BH meistari 2022.
Önnur úrslit urðu eftirfarandi:
Úrslit í Úrvalsdeild:
Í einliðaleik karla sigraði Róbert Ingi Huldarsson BH og Stefán Árni Arnarsson TBR varð í öðru sæti.
Í einliðaleik kvenna vann Sigríður Árnadóttir TBR gull og Gerda Voitechovskaja BH silfur.
Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson TBR gegn Davíð Bjarna Björnssyni og Eiði Ísak Broddasyni TBR og þar sigruðu Daníel og Jónas.
Í tvíliðaleik kvenna unnu Sigríður Árnadóttir og Þórunn Eylands TBR gull og Sólrún Anna Ingvarsdóttir og Una Hrund Örvar BH silfur.
Í tvenndarleik unnu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR gull og Davíð Bjarni Björnsson og Þórunn Eylands TBR silfur.
Úrslit í 1. deild :
Í einliðaleik karla sigraði Sigurður Eðvarð Ólafsson BH og í öðru sæti varð Bjarki Stefánsson TBR.
Í einliðaleik kvenna vann Una Hrund Örvar BH gull og Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS silfur.
Í tvíliðaleik karla sigruðu Jón Sigurðsson og Kristján Daníelsson TBR / BH og í öðru sæti urðu Emil Hechmann og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH.
Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Katla Sól Arnarsdóttir TBS / BH og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir og Sigrún Marteinsdóttir TBR lentu í öðru sæti.
Í tvenndarleik unnu Jón Sigurðsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR gull og Adam Elí Ómarsson og Katla Sól Arnarsdóttir BH silfur.
Úrslit í 2. deild:
Í einliðaleik karla vann Steinar Petersen TBR gull og Alexander Stefánsson UMFA silfur.
Í einliðaleik kvenna sigraði Iðunn Jakobsdóttir TBR og í öðru sæti varð Sunna Karen Ingvarsdóttir UMFA.
Í tvíliðaleik karla unnu Freyr Víkingur Einarsson og Þorleifur Fúsi Guðmundsson BH gull og Ari Páll Egilsson og Jónas Orri Egilsson BH silfur.
Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Inga María Ottósdóttir og Sunna Karen Ingvarsdóttir UMFA og í öðru sæti urðu Hrafnhildur Magnúsdóttir og Iðunn Jakobsdóttir TBR.
Í tvenndarleik unnu Eggert Þór Eggertsson og Hrafnhildur Magnúsdóttir TBR gull og Jón Sverrir Árnason og Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir BH / TBS silfur.
Með því að smella hér er hægt að skoða öll nánari úrslit frá mótinu.
Comments