top of page
Search
bsí

Úrslit frá Reykjavíkurmóti fullorðinna


Um helgina fór fram Reykjavíkurmót fullorðinna en mótið er hluti af Hleðslubikar sambandsins og gefur stig á styrkleikalista þess.





Meistaraflokkur

Í einliðaleik karla mættust í úrslitum Daníel Jóhannesson TBR og Eiður Ísak Broddason TBR þar sem Daníel vann leikinn 21-13 og 21-7.

Í einliðaleik kvenna mættust Sigríður Árnadóttir TBR og Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR. Vann Júlíana eftir mjög spennandi leik 21-17, 21-23 og 21-19.

Í tvíliðaleik karla mættust í úrslitum Kristófer Darri Finnsson / Davíð Bjarni Björnsson TBR og Eiður Ísak Broddason / Róbert Þór Henn TBR. Unnu Kristófer og Davíð leikinn 21-16 og 21-10.

Í tvíliðaleik kvenna mættust í úrslitum Arna Karen Jóhannsdóttir / Sigríður Árnadóttir TBR og Júlíana Karítas Jóhannsdóttir / Karolina Prus TBR. Fór svo að Arna Karen og Sigríður unnu leikinn 21-7 og 22-20.

Í tvenndarleik mættust Kristófer Darri Finnsson / Arna Karen Jóhannsdóttir TBR og Daníel Jóhannesson / Sigríður Árnadóttir TBR. Unnu Kristófer og Arna Karen eftir oddalotu 12-21, 21-16 og 21-14.


A.flokkur

Í einliðaleik karla sigraði Gabríel Ingi Helgason BH en hann mætti Eirík Tumi Briem TBR í úrslitaleik. Vann Gabríel leikinn 21-8 og 21-15.

Ekki var keppt í einliðaleik kvenna í A.flokki.

Í tvíliðaleik karla voru það Sigurður Patrik Fjalarsson / Steinþór Emil Svavarsson TBR/BH sem unnu en þeir léku gegn Orra Erni Árnasyni / Valgeiri Magnússyni BH. Var leikurinn mjög jafn en lauk að lokum með sigri Sigurðar og Steinþórs 17-21, 24-22 og 21-17.

Í tvíliðaleik kvenna voru tvö pör skráð til leiks. Annars vegar Áslaug Jónsdóttir / Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR og hins vegar Natalía Ósk Óðinsdóttir / Sara Bergdís Albertsdóttir BH. Voru það Áslaug og Guðbjörg sem unnu leikinn nokkuð örugglega 21-12 og 21-9.

Í tvenndarleik mættust svo Egill Sigurðsson / Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR og Gabríel Ingi Helgason / María Rún Ellertsdóttir BH / ÍA. Unnu Egill og Guðbjörg 21-14 og 22-20.


B.flokkur

Í einliðaleik karla mættust Kristján Ásgeir Svavarsson BH og Ari Þórðarson KA. Var það Ari sem vann leikinn 21-16 og 21-10.

Í einliðaleik kvenna var spilað í fjögurra manna riðli þar sem Margrét Guangbing Hu Hamar vann alla sína leiki. Í öðru sæti var Tinna Chloé Kjartansdóttir TBR.

Í tvíliðaleik karla mættust Freyr Víkingur Einarsson / Þorleifur Fúsi Guðmundsson BH og Gunnar Örn Ingófsson / Haukur Þórðarson TBR. Unnu Freyr og Þorleifur leikinn 21-17 og 21-16.

Í tvíliðaleik kvenna voru tvö pör skráð til leiks. Erla Rós Heiðarsdóttir / Sigríður Theodóra Eiríksdóttir BH mættu Dómhildi Ýr Iansdóttur Gray / Tinnu Chloé Kjartansdóttur TBR. Unnu ERla og Sigríður leikinn nokkuð örugglega 21-11 og 21-8.

Í tvenndarleik spiluðu Egill Magnússon / Erla Rós Heiðarsdóttir Aftureldingu / BH gegn Einari Óla Guðbjörnssyni / Dómhildi Ýr Iansdóttur Gray TBR. Voru það Egill og Erla sem unnu leikinn 21-16 og 21-19.

Öll nánari úrslit frá mótinu má finna með því að smella hér.


91 views0 comments

Comments


bottom of page