top of page
Search
bsí

Úrslit frá Meistaramóti TBR

Meistaramót TBR fór fram nú um helgina. Mótið er hluti af Hleðslubikar Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.



Meistaraflokkur :

Í einliðaleik karla var það Daníel Jóhannesson TBR sem vann Róbert Inga Huldarsson í úrslitaleiknum 22 - 20 og 21 - 17.

Í einliðaleik kvenna mættust í úrslitum Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir en báðar koma þær frá TBR. Vann Júlíana leikinn 21 - 14, 14 - 21 og 21 - 11.

Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Davíð Bjarni Björnsson TBR / Kristófer Darri Finnsson TBR gegn Daníel Jóhannessyni TBR / Jónas Baldurssyni TBR. Voru það Davíð Bjarni og Kristófer Darri sem unnu leikinn 21 - 16 og 21 - 12.

Í tvíliðaleik kvenna mættust Sigríður Árnadóttir TBR / Þórunn Eylands Harðardóttir TBR og Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR / Karolina Prus TBR. Voru það Sigríður og Þórunn sem unnu leikinn 16 - 21, 21 - 16 og 21 - 16.

Í tvenndarleik unnu þau Daníel Jóhannesson TBR og Sigríður Árnadóttir TBR. Þau spiluðu gegn Gabríel Inga Helgasyni BH og Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH og unnu leikinn 21 - 9 og 21-17.





A flokkur :

Í einliðaleik karla sigraði Steinþór Emil Svavarsson BH. Hann mætti Jóni Sigurðssyni TBR og vann leikinn 21 - 15 og 21 - 16.

Í einliðaleik kvenna voru tveir keppendur skráðir til leiks og var því hreinn úslitaleikur þar sem Natalía Ósk Óðinsdóttir BH vann Evu Margit Atladóttur TBR 21 - 6 og 21 - 4.

Í tvliðaleik karla mættust í úrslitum Sigurður Patrik Fjarlasson TBR / Steinþór Emil Svavarsson BH og Gabríel Ingi Helgason BH / Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH. Voru það Gabríel og Kristian sem unnu leikinn 23 - 21 , 23 - 25 og 21 - 15.

Í tvíliðaleik kvenna léku til úrslita Anna Lilja Sigurðardóttir BH / Irena Ásdís Óskarsdóttir BH og Natalía Ósk Óðinsdóttir BH / Sara Bergdís Albertsdóttir BH. Voru það Anna Lilja og Irena Ásdís sem unnu leikinn 21-9 og 21-13.

Í tvenndarleik mættust Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH / Irena Ásdís Óskarsdóttir BH og Sigurður Patrik Fjalarsson TBR / Eva Margit Atladóttir TBR. Voru það Kristian og Irena sem unnu leikinn 18 - 21, 21 - 19 og 21 - 16.

B flokkur :

Í einliðaleik karla mættust í úrslitum Einar Óli Guðbjörnsson TBR og Máni Berg Ellertsson ÍA. Var það Einar Óli sem vann leikinn 21 - 9, 18 - 21 og 21 - 17.

Í einliðaleik kvenna var spilað í fjagra manna riðli. Var það Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH sem vann allla sína leiki. Í öðru sæti varð Margrét Guangbing Hu Hamar.

Í tvíliðaleik karla spiluðu Ari Þórðarson KA / Ásgeir Andri Adamsson Samherji og Emil Lorange Ákason BH / Stefán Steinar Guðlaugsson BH til úrslita. Voru það Ari og Ásgeir sem unnu leikinn 21 - 12 og 21 - 12.

Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna.

Í tvenndarleik léku til úrslita Emil Lorange Ákason BH / Sara Bergdís Albertsdóttir BH og Máni Berg Ellertsson ÍA / Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH. Voru það Máni Berg og Halla Stella sem unnu eftir oddalotu 17 - 21 , 21 - 18 og 21 - 13.

Með því að smella hér er hægt að skoða öll nánari úrslit frá mótinu.


Myndir frá mótinu má finna á facebook síðu Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur.



81 views0 comments

Recent Posts

See All

Commenti


bottom of page