top of page
Search
bsí

Úrslit frá Meistaramóti BH og RSL

Meistaramót BH og RSL fór fram nú um helgina. Mótið er hluti af Hleðslubikar badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.


F.v Þórunn Eylands og Sigríður Árnadóttir TBR 1.sæti og Sólrún Anna Ingvarsdóttir og Gerda Voitechovskaja BH 2.sæti í tvíliðaleik kvenna Meistararflokki.



Meistaraflokkur :

Í einliðaleik karla var það Daníel Jóhannesson TBR sem vann Eið Ísak Broddason TBR 21-10 og 21-11.

Í einliðaleik kvenna spiluðu til úrslita Gerda Voitechovskaja BH og Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR. Júlíana vann fyrstu lotuna 21-16 en það var svo Gerda sem vann aðra lotuna 21-9 og þurfti því oddalotu þar sem Gerda hafði betur 21-12.

Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Davíð Bjarni Björnsson TBR / Kristófer Darri Finnsson TBR gegn Daníel Jóhannessyni TBR / Jónasi Baldurssyni TBR. Voru það Davíð Bjarni og Kristófer Darri sem unnu 21 - 10 og 21 -10.

Í tvíliðaleik kvenna voru það Sigríður Árnadóttir TBR og Þórynn Eylands TBR sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir að hafa unnið Gerdu Voitechovskaju BH og Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH í úrslitaleik 21-17 og 23-21.

Í tvenndarleik mættust Daníel Jóhannesson TBR / Sigríður Árnadóttir TBR og Kristófer Darri Finnsson TBR / Una Hrund Örvar BH. Voru það Daníel og Sigríður sem unnu 21-15 og 21-13.

A flokkur :

Í einliðaleik karla sigraði Eiríkur Tumi Briem TBR. Hann mætti Jón Sigurðssyni TBR í úrslitum þar sem Eiríkur vann 21-15 og 21-10.

Í einliðaleik kvenna var spilað í þriggja manna riðli og var það Natalía Ósk Óðinsdóttir BH sem vann báða sína leiki og stóð því upp sem sigurvegari. Í öðru sæti var Margrét Dís Stefánsdóttir UMFA.

Í tvíliðaleik karla mættust í úrslitum í mjög jöfnum leik Gabríel Ingi Helgason BH / Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH og Orri Örn Árnason BH / Valgeir Magnússon BH. Voru það þeir Orri Örn og Valgeir sem unnu leikinn 21-16, 16-21 og 22-20.

Í tvíliðaleik kvenna var spilað í þriggja liða riðli þar sem Anna Lilja Sigurðardóttir og

Elín Ósk Traustadóttir BH unnu báða sína leiki. Í öðru sæti voru svo Brynja Kolbrún Pétursdóttr ÍA og María Rún Ellertsdóttir ÍA.

Í tvenndarleik voru 5 lið skráð til leiks og spilað var í 5 liða riðli. Voru það Anna Lilja Sigurðardóttir BH og Borgar Ævar Axelsson BH sem unnu alla sína leiki. Í öðru sætu urðu María Rún Ellertsdóttir ÍA og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH en þau unnu þrjá leiki og töpuðu einum.

B flokkur :

Í einliðaleik karla mættust í úrslitum Stefán Steinar Guðlaugsson BH og Ari Þórðarson KA. Var það Stefán Steinar sem vann leikinn 21-19 og 21-14.

Í einliðaleik kvenna vann Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH en hún spilaði í úrslitum gegn Söru Bergdísi Albertsdóttur BH. Vann Halla Stella leikinn 21-8 og 21-13.

Í tvíliðaleik karla spiluðu Emil Lorange Ákason BH / Stefán Steinar Guðlaugsson BH gegn Gunnari Erni Ingólfssyni TBR / Hauki Þórðarsyni TBR. Fór leikurinn í þrjár lotur þar sem þeir Gunnar Örn og Haukur stóðu uppi sem sigurvegarar 21-16, 15-21 og 21-19.

Í tvíliðaleik kvenna var spilað í þriggja liða riðli. Í fyrsta sæti urðu Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH og Lilja Berglind Harðardóttir BH en þær unnu báða sína leiki. Í öðru sæti voru Erla Rós Heiðarsdóttir BH og Sigríður Theodóra Eiríksdóttir BH.

Í tvenndarleik var leikið í fjagra liða riðli. Voru það Máni Berg Ellertsson ÍA og Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH sem unnu alla sína leiki. Í öðru sæti urðu Stefán Steinar Guðlaugsson BH og Margrét Guangbing Hu Hamar.

Hér má finna öll nánari úrslit frá mótinu.

Þá má finna myndir af verðlaunahöfum mótsins ásamt fleiri myndum frá mótinu á facebook síðu Badmintonfélags Hafnarfjarðar.


98 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page