top of page
Search
bsí

Íslendingar hafa lokið leik á RSL Iceland International

7 Íslensk pör tóku þátt í 16 liða úrslitum í dag á RSL Iceland International í badminton sem haldið er í TBR og er hluti að RIG. Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir áttu frábæran leik og sigruðu Jarne Schkevoigt og Julia Mayer frá Þýskalandi 21-10 og 21-12. Þau spiluðu svo við Brandon Zhi Hao Yap og Annie Lado frá Englandi og töpuðu eftir skemmtilega leik 15-21 og 12-21 í 8 liða úrslitum. Frábær árangur samt sem áður hjá þeim.


Þar með lauk þátttöku íslenskra keppanda á RSL Iceland International 2023 þar sem önnur íslensk pör lutu í lægra haldi fyrir sínum andstæðingum í tvenndarleik og tvíliðaleik karla og kvenna í 16 liða úrslitum. Það verður frábært badminton á dagskrá á morgun sunnudag og mælum við með því að koma og horfa. Á morgun sunnudag hefjast undanúrslit kl. 10.00 og úrslit kl. 16.00.



Allar upplýsingar um leiki, tímasetningar og úrslit eru að finna á:


Einnig minnum við á streymið á youtube rás sambandsins - Badminton Icelanad Badminton Iceland - YouTube

111 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page