top of page
Search
laufey2

ÍSLANDSMÓT ÖLDUNGA 2023, 17 - 18 NÓVEMBER.


Keppt verður í A og B getustigi í eftirfarandi flokkum karla og kvenna í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik:

· 35-44 ára (fædd 1988-1979)

· 45-54 ára (fædd 1978-1969)

· 55-64 ára (fædd 1968-1959)

· 65 ára og eldri (fædd 1958 og fyrr)


Öllum er frjálst að skrá sig í A-getustig. Í B-getustigi mega aðeins þau keppa:

· Sem aldrei hafa orðið íslandsmeistarar í A-flokki/1.deild.

· Leikmaður sem var færður upp í efstu deild þ.e. meistaraflokk þegar það var og hét á einhverjum tímapunkti.

· Leikmaður sem hefur unnið sig upp í Úrvalsdeild samkvæmt styrkleikalista á einhverjum tímapunkti.


Stefnt er að því að vera með opinn trimmflokk fyrir 35 ára og eldri. Það fer eftir skráningu hvort honum verður eitthvað skipt upp eftir aldri.

· Miðað er við að þeir sem almennt eru að keppa á mótum skrái sig frekar í B-getustig en í trimmflokk.


Stefnt er að því að spila í riðlum þannig að allir fái amk 2 leiki í hverri grein en það fer eftir þátttöku hvernig það raðast.

Þátttökugjöld eru 4.000 krónur í einliðaleik og 3.000 krónur fyrir hvern keppanda í tvíliða- og tvenndarleik.


Þátttöku skal tilkynna til BSÍ á laufey@badminton.is fyrir kl.11:00 föstudaginn 10. nóvember 2023. Athugið að skrá fullt nafn keppenda og kennitölur í meðfylgjandi skráningarskjal á Excel formi.


Yfirdómari Íslandsmóts öldunga er Laufey Sigurðardóttir.


Með von um góða þátttöku,

Laufey Sigurðardóttir

Mótastjóri Badmintonsambands Íslands


154 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page