Íslandsmót unglinga verður haldið í TBR húsinu, Reykjavík, helgina 4 – 6 apríl 2025. Badmintonsamband Íslands og Tennis- og Badmintonfélag Reykjavíkur sjá í sameiningu um framkvæmd og skipulagningu mótsins.
Fer það eftir skráningu í mótið hvort keppni hefjist á föstudeginum eða laugardeginum.
Nánari tímasetningar verða tilkynntar þegar allar skráningar hafa borist.
U13-U19 – keppt til úrslita í öllum flokkum og greinum;
Keppt verður í öllum flokkum unglinga; U13, U15, U17 og U19.
Keppt verður í A og B flokk í öllum greinum.
Leikið í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik.
Í einliðaleik, í öllum flokkum, verður keppt í riðlum. Verður leitast eftir því að spila í 3ja manna riðlum þar sem einn kemst áfram og er svo hreinn útsláttur þar á eftir.
Í tvíliða- og tvenndarleik er fyrirkomulagið hreinn útsláttur.
U11 – ekki keppt til úrslita – skemmtimót;
Keppt verður í einliðaleik.
Spilað verður í riðlum og raðað eftir styrkleika.
Leikið verður ákveðinn tími, á hvern leik. Lengdin ákveðst eftir þátttöku í mótið.
Við skráningu biðjum við þjálfara að raða leikmönnum, með númerum, eftir getu.
Stefnt er að því að leikið verði á laugardeginum 5. apríl kl. 15 til c.a. 18/19.
Allir keppendur fá þátttökuverðlaun. Ekki verður keppt til úrslita.
Óskar mótsstjórn og stjórn BSÍ eftir því að þjálfarar skrái sína leikmenn samviskusamlega í A og B flokk, í U13 - U19.
A flokkur er hugsaður fyrir þau sem hafa keppt reglulega í nokkur ár. B flokkur er fyrir byrjendur og styttra komin. Þjálfarar eru beðnir að skrá sína leikmenn samviskusamlega í A og B flokk miðað við þeirra mat en jafnframt raða sínum leikmönnum í styrkleikaröð. Styrkleikanefnd BSÍ mun síðan yfirfara allar skráningar og færa á milli A og B flokks ef þurfa þykir ásamt því að ákveða röðun.
Mótsstjórn leggur áherslu á að allir sem skráðir eru til keppni á Íslandsmótinu séu keppnisvanir, kunni leikreglurnar og geti talið hjá öðrum.
Mótsstjórn vill minna á grein 10 í mótareglum BSÍ varðandi þjálfara / aðstoðarfólk.
Síðasti skráningardagur til Badmintonsambands Íslands er þriðjudaginn 25. mars 2025 og því best fyrir félög að hafa síðasta skráningardag fyrir keppendur sína föstudaginn 21 mars. Ekki verður tekið við skráningum eftir síðasta skráningardag.
Yfirdómari mótsins er Laufey Sigurðardóttir og mótsstjóri er Unnur Einarsdóttir TBR.
Skráning sendist á laufey@badminton.is
Laufey Sigurðardóttir
Mótastjóri Badmintonsambands Íslands
GSM: 867-6122

Comments