Íslandsmót unglinga verður haldið í TBR húsinu, Reykjavík, helgina 5 – 7 apríl 2024. Badmintonsamband Íslands og Tennis- og Badmintonfélag Reykjavíkur sjá í sameiningu um framkvæmd og skipulagningu mótsins.
Fer það eftir skráningu í mótið hvort keppni hefjist á föstudeginum eða laugardeginum. Nánari tímasetningar verða tilkynntar þegar allar skráningar hafa borist.
U11 A, U13-U19 - keppt til úrslita í öllum flokkum og greinum;
Keppt verður í öllum flokkum unglinga; U11 A og U13, U15, U17 og U19.
Leikið í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik.
Í einliðaleik U13 – U19 verða A og B flokkar en í U11 bara A flokkur.
Í öllum flokkum í einliðaleik verður keppt í riðlum. Verður leitast eftir því að spila í 3ja manna riðlum þar sem einn kemst áfram og er svo hreinn útsláttur þar á eftir.
Í tvíliða- og tvenndarleik verður aðeins A flokkur og er fyrirkomulagið þar hreinn útsláttur.
U11 B - ekki keppt til úrslita:
Keppt verður í einliðaleik og tvíliðaleik en ekki í tvenndarleik.
Einn flokkur verður í hvorri grein, spilað verður í riðlum og raðað eftir styrkleika.
Leikið verður ákveðinn tími, á hvern leik. Lengdin ákveðst eftir þátttöku í mótið.
Við skráningu biðjum við þjálfara að raða leikmönnum, með númerum, eftir getu.
Stefnt er að því að leikið verði á laugardeginum 6. apríl kl. 15 til c.a. 18/19.
Allir keppendur fá þátttökuverðlaun. Ekki verður keppt til úrslita.
Þátttökugjöld eru sem hér segir:
Flokkur Fæðingarár Einliðaleikur Tvíliða- og tvenndarleikur
Piltar-Stúlkur U19 2005 og 2006 3000 2500
Drengir – Telpur U17 2007 og 2008 3000 2500
Sveinar – Meyjar U15 2009 og 2010 3000 2500
Hnokkar – Tátur U13 2011 og 2012 3000 2500
Snáðar – Snótir U11A 2013 og yngri 2500 2000
Snáðar – Snótir U11B 2013 og yngri 2000 1500
Síðasti skráningardagur til Badmintonsambands Íslands er þriðjudaginn 26. mars 2024 og því best fyrir félög að hafa síðasta skráningardag fyrir keppendur sína föstudaginn 22 mars. Ekki verður tekið við skráningum eftir síðasta skráningardag.
Yfirdómari mótsins er Laufey Sigurðardóttir og mótsstjóri er Unnur Einarsdóttir.
Skráning sendist á laufey@badminton.is
Laufey Sigurðardóttir
Mótastjóri Badmintonsambands Íslands
GSM: 867-6122
Commentaires