Íslandsmót unglinga verður haldið í TBR húsinu, Reykjavík, helgina 14 – 16 apríl 2023. Badmintonsamband Íslands og Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur sjá í sameiningu um framkvæmd og skipulagningu mótsins.
Fer það eftir skráningu í mótið hvort keppni hefjist á föstudeginum eða laugardeginum. Nánari tímasetningar verða tilkynntar þegar allar skráningar hafa borist.
Keppt verður í öllum flokkum unglinga; U11, U13, U15, U17 og U19.
Í öllum flokkum verður leikið í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik.
Í einliðaleik verða A og B flokkar í U13-U19.
Í U11 flokknum verður bara einn flokkur í einliðaleik.
Í öllum flokkum í einliðaleik verður keppt í riðlum. Verður leitast eftir því að spila í 3ja manna riðlum þar sem einn kemst áfram og er svo hreinn útsláttur þar á eftir.
Í tvíliða- og tvenndarleik U11-U19 verður aðeins A flokkur og er fyrirkomulagið þar hreinn útsláttur.
Í U11 fá allir keppendur þátttökuverðlaun.
Óskar mótsstjórn og stjórn BSÍ eftir því að þjálfarar skrái sína leikmenn í A og B flokk samviskusamlega. Nefnd á vegum Badmintonsambands Íslands mun svo yfirfara allar skráningar og færa á milli A og B flokks ef þurfa þykir.
Þessu tengdu viljum við minna þjálfara á mótareglu 6.3.9 „Í B flokki unglinga mega þeir leikmenn taka þátt sem ekki hafa leikið til úrslita í A flokki á móti í einhverri grein.“.
Listi yfir A flokks leikmenn unglinga er á heimasíðu BSÍ (styrkleikalistar).
Mótsstjórn leggur áherslu á að allir sem skráðir eru til keppni á Íslandsmótinu séu keppnisvanir, kunni leikreglurnar og geti talið hjá öðrum.
Mótsstjórn vill minna á grein 10 í mótareglum BSÍ varðandi þjálfara / aðstoðarfólk;
10.1 Að hámarki mega tveir vera til aðstoðar hverjum
leikmanni / pari meðan á leik stendur.
10.2 Eftirfarandi gildir fyrir aðstoðarfólk / þjálfara varðandi tilsögn
á mótum;
U11 / U13: Aðstoðarmenn / þjálfarar mega einungis segja til á milli lota.
U15: Aðstoðarmenn / þjálfarar mega segja til í hléi í 11 og á milli lota.
U17 / U19: Aðstoðarmenn / þjálfarar mega segja til í hléi í 11, milli lota, svo
og meðan bolti er ekki í leik.
Þátttökugjöld eru sem hér segir:
Flokkur Fæðingarár Einliðaleikur Tvíliða- og tvenndarleikur
Piltar-Stúlkur U19 2004 og 2005 2200 2000
Drengir – Telpur U17 2006 og 2007 2200 2000
Sveinar – Meyjar U15 2008 og 2009 2200 2000
Hnokkar – Tátur U13 2010 og 2011 2200 2000
Snáðar – Snótir U11 2012 og yngri 2000 1500
Síðasti skráningardagur til Badmintonsambands Íslands er miðvikudagurinn 5. apríl 2023 og því best fyrir félög að hafa síðasta skráningardag fyrir keppendur sína mánudaginn 3. apríl. Ekki verður tekið við skráningum eftir síðasta skráningardag.
Athugið að skrá fullt nafn keppenda og kennitölur í skráningarskjalið en mikilvægt er að allar upplýsingar séu rétt settar í skjalið. Ekki er tekið við skráningum á öðru formi en þessu staðlaða skráningarformi Badmintonsambands Íslands.
Yfirdómari mótsins er Laufey Sigurðardóttir og mótsstjóri er Unnur Einarsdóttir.
Skráning sendist á bsi@badminton.is
Upplýsingar um mótið veitir;
Laufey Sigurðardóttir
Mótastjóri Badmintonsambands Íslands
GSM: 867-6122
Comments