top of page
Search
laufey2

ÍSLANDSMÓT UNGLINGA 2022

Um næstu helgi (25. - 27. mars) fer Íslandsmót unglinga 2022 fram í TBR húsinu í Reykjavík. Badmintonsamband Íslands heldur mótið í samstarfi við Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur.


174 keppendur eru skráðir til leiks frá 9 félögum og er fjöldi keppenda eftir félögum þessi :

TBR = 57

BH = 46

UMFA = 22

ÍA = 12

KR = 8

Hamar = 12

TBS = 11

Samherji = 4

Tindastóll = 2


Keppt er í aldursflokkunum U11 - U19, í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Í einliðaleik er keppt í A og B flokkum.

Alls verða 317 leikir á mótinu.



Gróf dagskrá helgarinnar verður eftirfarandi :


Föstudagur 25 mars:


17:30 - 21:40 : Einliðaleikur í U15, sveinar - meyjar, A og B flokkar.


Laugardagur 26 mars:


09:00 - c.a. 14:25 : U11 (A og B) > Allar greinar, keppt fram í undanúrslit


10:15 - c.a. 16:00 : U13 ( A og B) > Allar greinar, keppt fram í undanúrslit


11:30 - c.a. 16:15 : U15 ( A og B) > Keppt fram í undanúrslit


14:00 - c.a. 18:00 : U17 - U19 (A og B) > Allar greinar, keppt fram í undanúrslit


Sunnudagur :


09:00 - c.a. 12:00 : > Undanúrslit í öllum flokkum og greinum


12:00 - c.a. 16:00 : > Úrslit í öllum flokkum og greinum + verðlaunaafhendingar



Hvetjum áhorfendur til að mæta og horfa á skemmtilegt badminton.


Mynd frá Íslandsmóti Unglinga 2021



137 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page