Um næstu helgi (14. - 16. maí) fer Íslandsmót unglinga 2021 fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Badmintonsamband Íslands heldur mótið í samstarfi við Badmintonfélag Akraness.
168 keppendur eru skráðir til leiks frá 9 félögum. Gaman er að segja frá því að er þetta í fyrsta skipti sem keppendur frá Tindastól taka þátt í Íslandsmóti unglinga.
Fjöldi keppenda eftir félögum :
TBR = 60
BH = 32
UMFA = 24
ÍA = 16
KR = 16
Hamar = 8
TBS = 6
Samherjar = 4
Tindastóll = 2
Sýnt verður beint frá öllum völlum á meðan mótinu stendur á youtube rás Badmintonsambandsins og hvetjum við alla til að fylgjast vel með þar. Smellið hér til að fara á youtube rásina.
Gróf dagskrá helgarinnar verður eftirfarandi :
Föstudagur :
17:00 - 20:30 : Einliðaleikur í U13 B flokkum
Laugardagur :
09:00 - 14:50 : U11 > Allar greinar, keppt fram í úrslit
11:05 - 16:30 : U13 - U15 ( A og B) > Allar greinar, keppt fram í úrslit
17:20 - 20:30 : U17 - U19 (A og B) > Allar greinar, keppt fram í úrslit
Sunnudagur :
09:00 - 11:30 : U11 - U15 > Úrslit í öllum greinum
12:30 - 15:00 : U17 - U19 > Úrslit í öllum greinum
Íþróttahúsið við Vesturgötu er hnetu- og fiskfrítt svæði. Það er stranglega bannað að koma með varning sem inniheldur fisk og/eða hnetur inn í húsið, t.d. harðfisk, hnetusmjör, honey nut cheerios, orkustangir, kex og Collab drykkir sem innihalda hnetur og fleira.
Eftirfarandi reglur gilda á meðan mótinu stendur :
Einn áhorfandi má fylgja hverjum keppanda og gilda eftirfarandi reglur í húsinu vegna sóttvarna:
Keppendur og þjálfarar :
Svæði fyrir keppendur til að vera á á milli leikja og geyma dót sitt verður kallað leikmannasvæði.
Leikmannasvæði verður afmarkað fyrir ofan stúkurnar og til hliðar við þær ( á bekkjunum)
Grímuskylda er fyrir alla keppendur fædda 2004 og fyrr nema við upphitun og keppni eða ef hægt er að tryggja 2 metra fjarlægð við ótengda.
Keppendur ganga inn í íþróttahúsið um aðalinngang, á móti sparkvelli.
Keppendur nota salerni í búningsklefum.
Keppendur skulu vera á leikmannasvæðum nema þegar þeir eru að hita upp og keppa
Einungis keppendur og þjálfarar mega vera á keppnissvæði.
Eftir keppni skulu keppendur yfirgefa íþróttahúsið eins fljótt og hægt er.
Allir keppendur skulu spritta hendur fyrir og eftir hvern leik.
Áhorfendur :
Grímuskylda er fyrir alla í stúku
1 metra fjarlægð skal haldið milli ótengdra aðila á alla kanta. Á við um börn og fullorðna.
Áhorfendur ganga inn í íþróttahúsið frá Vesturgötu, inn í stóra anddyrið, þar verður starfsmaður sem skráir niður nafn, kennitölu og símanúmer og úthlutar viðkomandi númeruðu sæti
Áhorfendur mega ekki skipta um sæti á mótinu
Áhorfendur nota salerni í stóra anddyri, þar sem þeir koma inn
Hvorki verður boðið upp á veitingasölu né kaffi á mótinu
Yfirdómari mótsins er Laufey Sigurðardóttir
Mótsstjóri er Brynja Kolbrún Pétursdóttir
Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna með því að smella hér. Athugið að tímasetningar eru alltaf til viðmiðunar og gætu raskast ef mikið verður um langa leiki.
Comments