top of page
Search
bsí

Íslandsmeistarar 2021 í A og B flokki





Nú í morgun fóru fram úrslitaleikir á Meistaramóti Íslands 2021 í húsum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur. Keppt var í A og B flokki og voru margir mjög jafnir og spennandi leikir.



A.flokkur


Íslandsmeistari í einliðaleik karla er Gabríel Ingi Helgason BH. Hann vann Davíð Örn Harðarson TBR 21-18 og 21-13.



Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna er Natalía Ósk Óðinsdóttir BH. Hún vann Elínu Ósk Traustadóttur 21-8 og 21-14.



Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla eru Egill Sigurðsson og Jón Sigurðsson TBR. Þeir unnu Davíð Örn Harðarson og Stefán Árna Arnarsson TBR 21-12 og 21-18.



Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna eru Anna Lilja Sigurðardóttir og Natalía Ósk Óðinsdóttir BH. Þær unnu Áslaugu Jónsdóttur og Guðbjörgu Jónu Guðlaugsdóttur 21-13 og 21-17.



Íslandsmeistarar í tvenndarleik eru Stefán Árni Arnarsson og Áslaug Jónsdóttir TBR. Þau unnu Egil Sigurðsson og Guðbjörgu Jónu Guðlaugsdóttur TBR 18-21, 21-17 og 21-14.


B.flokkur


Íslandsmeistari í einliðaleik karla er Ari Þórðarson KA. Hann vann Mána Berg Ellertsson ÍA 21-18 og 21-17.



Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna er Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH. Hún vann Margréti Guangbing Hu Hamar 21-8 og 21-19.



Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla eru Ari Þórðarson og Ásgeir Andri Adamsson KA. Þeir unnu Gunnar Örn Ingólfsson og Hauk Þórðarson TBR 19-21 , 21-11 og 21-13.



Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna eru Lilja Berglind Harðardóttir og Sara Bergdís Albertsdóttir BH. Þær unnu Erlu Rós Heiðarsdóttur og Sigríði Theodóru Eiríksdóttur 21-14 og 21-17.



Íslandsmeistarar í tvenndarleik eru Máni Berg Ellersson og Halla Stella Sveinbjörnsdóttir ÍA / BH. Þau unnu Egil Þór Magnússon og Erlu Rós Heiðarsdóttur UMFA / BH 21-15 og 21-14.


Badmintonsamband Íslands óskar öllum verðlaunahöfum innilega til hamingjum.


Öll nánari úrslit frá mótinu má finna með því að smella hér.

182 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page