Nú í morgun fóru fram úrslitaleikir á Meistaramóti Íslands 2020 í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Keppt var í A- , B-, Æðsta- og Heiðurflokki og voru margir mjög jafnir og spennandi leikir.
A.flokkur
Íslandsmeistari í einliðaleik karla er Gústav Nilsson TBR en hann vann Gabríel Inga Helgason BH 21-8 , 19-21 og 21-9.
Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna er Rakel Rut Kristjánsdóttir BH en hún vann Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA 21-12 og 23-21.
Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla eru Orri Örn Árnason BH og Valgeir Magnússon BH. Þeir mættu í úrslitum Agli Sigurðssyni TBR og Jón Sigurðssyni TBR. Unnu Orri og Valgeir 21-13, 20-22 og 21-16.
Íslandsmeistara í tvíliðaleik kvenna eru Irena Ásdís Óskarsdóttir BH og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH. Þær spiluðu gegn Margréti Dís Stefánsdóttur UMFA og Svanfríði Oddgeirsdóttur UMFA. Irena og Rakel unnu leikinn 21-12, 25-27 og 21-19.
Íslandsmeistarar í tvenndarleik eru Gústav Nilsson TBR og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR. Þau mættu Agli Sigurðssyni TBR og Hrund Guðmundsdóttur Hamar. Unnu Gústav og Guðbjörg 21-18 og 21-11.
B.flokkur
Íslandsmeistari í einliðaleik karla er Eiríkur Tumi Briem TBR en hann vann Guðmund Adam Gígja BH 21-15 og 21-12.
Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna er Natalía Ósk Óðinsdóttir BH en hún vann Höllu Stellu Sveinbjörnsdóttur BH 21-17 og 24-22.
Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla eru Guðmundur Adam Gígja BH og Jón Sverrir Árnason BH. Þeir mættu í úrslitum Stefáni Steinar Guðlaugssyni BH og Valþór Viggó Magnússyni BH. Unnu Guðmundur og Jón 24-22 og 21-16.
Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna eru Natalía Ósk Óðinsdóttir BH og Sara Bergdís Albertsdóttir BH. Þær unnu Lilju Berglindi Harðardóttur BH og Höllu Stellu Sveinbjörnsdóttur BH 21-19 og 21-16.
Íslandsmeistarar í tvenndarleik eru Guðmundur Adam Gígja BH og Lilja Berglind Harðardóttir BH. Þau unnu Jón Sverri Árnason BH og Natalíu Ósk Óðinsdóttur BH 21-19 og 21-10.
Æðstiflokkur
Keppt var í tvíliðaleik í Æðstaflokki. Þar mættu Gunnar Þór Gunnarsson TBR og Sigfús B Sverrisson TBR þeim Hannesi Ríkarðssyni TBR og Ómari Sigurbergssyni TBR. Fór svo að Gunnar og Sigfús unnu leikinn 21-15 og 21-10 og urðu þar með Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í Æðstaflokki (50+).
Heiðursflokkur
Þrír keppendur voru skráðir til leiks í Heiðursflokki (60+) og var leikið í riðli þar sem allir spiluðu gegn hver öðrum. Fór svo að Egill Magnússon UMFA stóð uppi sem sigurvegari og er því Íslandsmeistari í einliðaleik karla í Heiðursflokki. Í öðru sæti var Ómar Sigurbergsson TBR.
Öll frekari úrslit má finna með því að smella hér.
Nú eru í gangi úrslitaleikir í Meistaraflokki og eru þeir í beinni útsendingu á youtube rás Badmintonsambands Íslands sem má finna hér.
Comments