top of page
Search
bsí

Ísland í 2.sæti í Evrópukeppni smáþjóða...




Íslenska landsliðið í badminton náði þeim frábæra árangri að komast alla leið í úrslit í Evrópukeppni smáþjóða sem haldið var á Möltu um helgina. Ísland sigraði alla leiki sína á mótinu nema gegn Kýpur sem stóð uppi sem sigurvegari mótsins. Er þetta í fyrsta skipti sem þetta mót er haldið en undirbúningur mótsins hefur verið í höndum Ísland, Möltu, Kýpur og Mónakó.


Úrslitaleikurinn við Kýpur var hörkuspennandi og lauk með sigri Kýpur 2 - 3 en Daníel Jóhannesson sigraði í einliða leik karla og Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson sigruðu í tvíliðaleik karla, en þess má geta að Davíð og Kristófer unnu alla tvíliðaleiki karla á mótinu sem þeir spiluðu.


Leikir fóru sem hér segir:

21-19, 14-21 og 18-21

21-14 og 21-13

8-21 og 9-21

21-9 og 21-12

7-21 og 11-21


Úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com.


Við óskum íslenska landsliðinu til hamingju með árangurinn



81 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page