![](https://static.wixstatic.com/media/588083_251cffaef94f488ea27cb129f04dff2f~mv2.png/v1/fill/w_980,h_746,al_c,q_90,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/588083_251cffaef94f488ea27cb129f04dff2f~mv2.png)
Evrópuleikar smáþjóða fóru fram í Nicosia, Kýpur 1.-3. nóvember síðast liðinn.
Ísland vann allar viðureignir sína með afgerandi hætti og tryggði sér gullið í úrslitaleiknum gegn Grænlandi.
Ísland var í riðli með Færeyjum og Liechtenstein og hóf keppnina með sterkum sigri á Liechtenstein, 5-0. Í næsta leik mætti Ísland grönnum okkar frá Færeyjum og sigraði 4-1.
Eftir sigur gegn Kýpur í næstu umferð, þar sem lokatölur urðu 3-2 fyrir Íslandi, tryggði liðið sér sæti í úrslitaleiknum. Þar mættust Ísland og Grænland, og aftur sýndi íslenska liðið yfirburði með sannfærandi sigri, 4-1.
Kenneth Larsen landsliðsþjálfari var að vonum ánægður með frammistöðu liðsins:
„So Proud of my fantastic players as we won all our matches - Well done guys"
"Þetta er stór sigur fyrir okkur og mikilvæg reynsla fyrir leikmennina" sagði Kjartan Ágúst Valsson aðstoðarlandsliðsþjálfari eftir mótið.
![](https://static.wixstatic.com/media/588083_49eeb0efd86c42f79ef0922fa629b824~mv2.jpg/v1/fill/w_980,h_920,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/588083_49eeb0efd86c42f79ef0922fa629b824~mv2.jpg)
Við óskum liðinu innilega til hamingju með árangurinn!
Comments