top of page
Search
annamargret5

Ísland sigraði tvo leiki í undankeppni Evrópumóts blandaðra liða

Efri röð frá vinstri; Kenneth, Davíð Bjarni, Kristófer, Róbert Ingi, Gústav og Kjartan Neðri röð frá vinstri; Una, Arna Karen, Iðunn og Drífa.

Íslenska landsliðið í badminton tók þátt í undankeppni Evrópuleika í blönduðum liðum sem fram fór í Haarlem, Amsterdam dagana 4.-6. desember s.l.

Liðið stóð sig með prýði gegn sterkum andstæðingum og sýndi góðan baráttuvilja.


Fyrsta viðureignin var gegn Úkraínu þar sem nokkrar jafnar og spennandi lotur fóru fram. Davíð Bjarni og Kristófer stóðu sig feiknavel og unnu sinn tvíliðaleik örugglega á móti sterku pari 21-14 og 21-11.

Arna Karen og Davíð Bjarni nörtuðu í hælana á úkraínska tvenndarleiksparinu - en töpuðu naumt 19-21 og 16-21.


Arna Karen Jóhannsdóttir og Davíð Bjarni Björnsson í tvenndarleik

Næsta dag mætti Ísland heimaliði Hollands sem reyndist afar sterkt. Arna Karen og Drífa stóðu sig vel í tvíliðaleik kvenna og Davíð Bjarni og Kristófer í tvíliðaleik karla - þar sem þau náðu að veita andstæðingunum góða mótspyrnu. Viðureignin endaði 5-0 Hollandi í vil, en íslenska liðið gaf ekkert eftir og barðist vel í hverjum leik.


Lokaviðureignin var á móti Tyrklandi. Tvenndarleikurinn var nokkuð jafn - með Örnu Kareni og Davíð Bjarna. Gústav sýndi góða baráttu og var komin á skrið í seinni lotunni á móti sínum andstæðingi í einliðaleik og tapaði þeirri lotu naumt 18-21.


Una Hrund Örvar og Davíð Bjarni Björnsson í tvenndarleik

Davíð Bjarni og Kristófer áttu aftur frábæran tvíliðaleik og sigruðu örugglega sína mótherja 21-12 og 21-14.

Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson í tvíliðaleik

Landsliðsþjálfarinn Kenneth Larsen var sáttur að móti loknu.

"Algjörlega frábært að fá tvo sigra útúr þessu móti - það var það besta sem við gátum óskað okkur því við vissum hve sterkar þessar þjóðir eru " sagði Kenneth.


Næstu verkefni hjá landsliðshópunum okkar eru æfingabúðir milli jóla og nýárs.







113 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page