Ákveðið hefur verið að fresta æfingabúðunum sem áttu að fara fram daga 11. - 13. Desember. Skoðað verður hvort hægt verði að halda æfingabúðir á milli jóla og nýárs en það skýrist þegar nær dregur ef allar æfingar verða komnar í eðlilegt horf á þeim tíma.
Þá átti einnig að mæla leikmenn Afreks- og Úrvalshóps en þeim mælingum verður frestað þar til í janúar. Nýjar dagsetningar á mælingum verða auglýstar þegar nær dregur janúar.
Comments