Æfingabúðir BSÍ fóru fram um síðastliðna helgi og var Anders Thomsen yfirþjálfari í búðunum. Hópnum var skipt í U19 og eldri annars vegar og U15/U17 hins vegar.
Áhersla helgarinnar var taktísk þjálfun með áherslu á sókn aftan af velli.
Kjartan og Anna Margrét stjórnuðu nokkrum upphitunarleikjum yfir helgina
Kjartan Valsson, Helgi Jóhannesson og Anders Thomsen fara yfir málin
Kjartan var aukaþjálfari hjá okkur um helgina Anders og Helga til aðstoðar.
Það er ánægjulegt að segja frá því að Anders Thomsen er gengin til liðs við sambandið. Það er gríðarlegur fengur í Anders en hann hefur mikla reynslu og góða menntun á þessu sviði. Hann byrjaði ungur að þjálfa og þegar hann var 18 ára var hann orðinn yfirþjálfari í klúbbnum sínum, Viborg Badminton Klub. Hann þjálfaði víðsvegar um Danmörku en frá 2006-2008 var hann orðinn yfirþjálfari yfir einum stærsta klúbbnum í Danmörku, Horsens Badminton Klub.
Síðan lá leið hans til Spánar þar sem hann varð aðstoðarlandsliðsþjálfari og hefur þjálfað Carolina Marin frá því hún var 14 ára og í gegnum hennar glæsta feril í einliðaleik kvenna. Fyrir þá sem ekki vita að þá er Carolina Marin margfaldur Evrópu- og heimsmeistari og Ólympíumeistari árið 2016. Anders er enn að þjálfa hana en mun vera BSÍ innan handar hvað varðar skipulag æfingabúða og áherslur í þjálfun leikmanna. Hann mun koma til landsins og vera yfirþjálfari í nokkrum æfingabúðum yfir árið og mun jafnframt hjálpa okkur að efla yngstu leikmennina okkar og þjálfara þeirra með þjálfaranámskeiðum sem auglýst verða síðar.
Við þökkum fyrir góða helgi,
Þangað til næst,
Anna Margrét
Comments