Ársþing Badmintonsambands Íslands fór fram í salarkynnum Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal fimmtudaginn 19. maí 2022. 46 manns sátu þingið, þar af 40 þingfulltrúar frá aðildarfélögunum.
Þingið gekk vel fyrir sig og voru áritaðir reikningar sambandsins samþykktir samhljóða. Kynning var að starfi mótasviðs og afreskssviðs ásamt því að 9 ályktanir voru kynntar og fóru fram góðar umræður um þær.
Endurkjörin til næstu tveggja ára í stjórn sambandsins voru þau Kristján Daníelsson formaður, Guðrún Gunnarsdóttir, Guðbjörg Jóna Guðlaugdóttir, Arnór Tumi Finnsson og Kristinn Ingi Guðjónsson. Vignir Sigurðsson og Andrés Andrésson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi starfa og berum við þeim kærar þakkir fyrir sitt framlag. Nýir inní stjórn koma Pétur Hemmingsen og Haukur Þórðarsson.
Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sóttu þingið fyrir hönd ÍSÍ og Þau flutti hann ávarp á þinginu.
Comments