top of page
Search
annamargret5

Vel heppnað þjálfaranámskeið í afkastamælingum lokið


Anna Lilja, Árni og Jói mæla stökkkraftinn hjá Möggu


Vel var mætt á þjálfararnámskeið BSÍ sem fram fór í húsum ÍSÍ 27. september.

Anna Margrét íþróttastjóri og Róbert Henn sjúkraþjáfari og styrkþjálfari sáu um námskeiðið.


Þjálfarar frá Aftureldingu, BH og TBR mættu á námskeiðið og fræddust meðal annars um;

  • Tilgang afkastamælinga

  • Hvað erum við raunverulega að mæla

  • Hvað þarf að hafa í huga við framkvæmd mælinga

  • Hvað upplýsingar fáum við

  • Hvenær á að mæla

  • Hvernig lesum við útúr niðurstöðunum

  • Hvernig nýtum við okkur niðurstöðurnar til að veita leikmönnunum viðeigandi endurgjöf

  • Hvaða æfingar er æskilegt að innleiða til að styrkja þessa þætti sem við erum að mæla



Tvö mælitæki voru prófuð, Jumpmat stökkmotta sem mælir lóðréttan stökkkraft og Brower tímatökuhlið. Þjálfarar geta því nú fengið þessi tvö mælitæki lánuð frá sambandinu óski þeir eftir því.




Tímatökuhliðið prófað - Jói lét ekki iðnaðarrykið hægja neitt á sér



Við þökkum þjálfurum kærlega fyrir þátttökuna og vonum að þetta námskeið hafi gagnast þeim vel.

125 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page