Unglingamót TBS, B-mót, fór fram í íþróttahúsinu á Siglufirði laugardaginn 2. desember 2023.
Um 40 keppendur frá TBS og Samherja mættu til leiks en þau voru á aldrinum 6-15 ára.
Allir keppendur fengu leiki við sitt hæfi og í mótslok fengu allir þátttökugjöf frá RSL ásamt veitingum úr sjoppunni.
Mikill fjöldi mætti mætti í íþróttahúsið og fylgdist með. Margir keppendur voru að keppa á sínu fyrsta badmintonmóti og fjölmargir voru að keppa á sínu fyrsta móti á stórum velli.
Comentários