top of page
Search
laufey2

UNGLINGAMÓT AFTURELDINGAR 2022, 12-13. nóvember

Helgina 12.- 13. nóvember 2022 verður Unglingamót Aftureldingar haldið í íþróttamiðstöðinni að Varmá, við Skólabraut í Mosfellsbæ.

Mótið er hraðmót í einliðaleik, í A og B flokk.


Mótið verður haldið með sama sniði og undanfarin ár, keppt verður í einliðaleik í flokki A og B, U13, U15, U17 og U19. Úrslit í A-flokki gefa stig inn á styrkleikalista og er hluti af Stjörnumótaröð BSÍ. Auk þessa verður keppt í einum flokki í U11.


Stefnt er að því að dagskráin verði eftirfarandi:

Laugardagur kl 10:00 – 12:00

Keppni í U11.

o Leiknar verða tvær lotur í 21 en án oddalotu. Stefnt að því að keppa eins marga

leiki og mögulegt er í þessum flokki og allir fá þátttökuverðlaun í samræmi við

stefnu ÍSÍ fyrir þennan aldursflokk.

Laugardagur kl 12:30 – 16:00

Keppni í U13, A og B flokki

Sunnudagur kl 9:30-13:00

● Keppni í U15, A og B flokki.

Sunnudagur kl 13:00-16:00

● Keppni í U17+U19, A og B flokki


Keppnisfyrirkomulag í flokkum U13 og eldri, ræðst af fjölda þátttakenda en allir munu spila amk tvo leiki (riðlar eða aukaflokkur).


Mótsgjöld U11 kr 1500 og eldri flokkar kr 2000.


Skráningu skal senda á netfangið: badminton@afturelding.is

Skráningu lýkur á miðnætti mánudaginn 7. nóvember.

Stefnt er að því að birta mótaskrá fimmtudaginn 10. nóvember.

Fyrir þá sem þess óska er möguleiki á gistingu á svæðinu, óskir um slíkt þurfa að berast samhliða skráningu.


Hlökkum l að sjá ykkur,

Fh. Badmintondeildar Aftureldingar

Þorvaldur Einarsson (Tolli: 691-5469)


44 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page