top of page
Search
laufey2

UNGLINGAMÓT TBS 2022, B-MÓT - 4. DESEMBER

Unglingamót TBS 2022 fer fram í Íþróttahúsinu á Siglufirði sunnudaginn 4. desember 2022. Mótið hefst kl 10:00 og áætlað er að því verði lokið upp úr kl 14:00.


Mótið er B mót og keppt er í eftirfarandi flokkum og greinum:

U9 (2014 og yngri) > Einliðaleikur í riðlum á hálfum velli, lægra net og spilaðar tvær

lotur upp í 11.

U11 (2012 og yngri) > Einliðaleikur í riðlum á heilum velli og spilaðar tvær lotur

upp í 21.

U13 (2010 og yngri)

U15 (2008 og yngri) > Einliða- og tvíliðaleikur.

Þátttökuverðlaun veitt í U9 og U11 en keppt til verðlauna í U13 og U15.


Mótið er mjög hentugt fyrir þá sem eru komnir skemmra á veg í íþróttinni og byrjendur. Markmiðið er að allir fái marga leiki við sitt hæfi.

Skráning á mótið ræður uppsetningu þess.

Mótsgjöld:

• Einliðaleikur kr 2.200 kr.

• Tvíliðaleikur kr 1.900 kr.


Skráning lýkur kl 20:00 mánudaginn 28. nóvember 2022.

Athuga að aðeins er tekið við skráningu á Excel formati BSÍ (hægt að finna hér: https://www.badminton.is/motafyrirkomulag).

Skráning sendist á netfangið: siglotennis@gmail.com


Sjoppa verður á mótssvæðinu.


Upplýsingar um mótið veitir: Óskar Þórðarson (848-6726 eða siglotennis@gmail.com)


13 views0 comments

Comments


bottom of page