Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Ioanna Pissi Kýpur
í kvöld lauk undankeppni RSL Iceland International 2024 .
Síðasti leikur kvöldsins var á milli Júlíönu Karitasar Jóhannsdóttur og Ioanna Pissi frá Kýpur. Júlíana Karitas landaði sigri í oddalotu og er hún því komin inn í einliðaleik í aðalkeppni mótsins sem hefst á morgun, föstudag.
Róbert Ingi Huldarsson og Daniel Mcmillan England
Föstudaginn 26. janúar, hefst keppni í tvenndarleik kl 09:00 og verður í kjölfarið spilað í öllum greinum fram eftir degi. Síðasta umferðin hefst kl 16:35. Margir íslenskir leikmenn taka þátt, sumir hverjir að taka sín fyrstu skref á stórmóti en aðrir þaulvanir og stefna alla leið í úrslit.
Allar upplýsingar um leiki, tímasetningar og úrslit eru að finna á: https://www.tournamentsoftware.com/tournament/01b2ddca-a2fc-4dc1-995a-eff6013ba4a1/Matches
Einnig bendum við á streymið á Youtube-stöð sambandsins - Badminton Iceland
Court 1: https://youtube.com/live/GVF38jv5-sE
Court 2: https://youtube.com/live/FEUs31iaHIE
Court 3: https://youtube.com/live/u3qc53WWjus
Court 4: https://youtube.com/live/aY9ibcTJRyw
Verið öll velkomin í Gnoðavoginn, TBR, að fylgjast með!
Comments