Íslenska karlalandsliðið í badminton hefur keppni á morgun fimmtudag í undankeppni Evrópukeppni karla í badminton. Ísland er í sterkum riðli með Englandi, Sviss og Svíþjóð.
Leikir Íslands eru sem hér segir:
Fimmtudaginn 07. desember kl. 10.00 England vs Ísland
Föstudaginn 08. desember kl. 10.00 Svíþjóð vs Ísland
Laugardaginn 09. desember kl. 10.00 Sviss vs Ísland
Ísland leikur á morgun fimmtudag við England sem er raða númer 1. í riðlinum og hefur á að skipa sterkum leikmönnum sem eru ofarlega á heimslista alþjóða badmintonsambandsins eins og t.d. Ben Lane og Sean Vendy sem spila við Davíð Bjarna Björnsson og Kristófer Darra Finnsson, enn þeir eru númer 21. á heimslistanum og þannig nokkuð öruggir með sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar.
Leikjaröð gegn Englandi eru:
1. Einliðaleikur Harry Huang-Gabriel Ingi Helgason
2. Einliðaleikur Nadeem Dalvi-Daniel Johannesson
3. EinliðaleikurCholan Kayan-Gustav Nilsson
4. Tvíliðaleikur Ben Lane og Sean Vendy-David Bjarni Bjornsson og Kristofer Darri Finnsson
5. TvíliðaleikurCallum Hemming og Ethan Van Leeuwen-Daniel Johannesson og Gustav Nilsson
Beina útsendingu á rás enska badmintonsambandsins má horf á hér:
Fylgjast má með úrslitum og tímasetningum hér:
Commentaires