Guðmundur Adam BH, Hrafnhildur Edda TBS, Eiríkur Tumi TBR, Lilja TBR, Kjartan þjálfari. Á myndina vantar Höllu Stellu BH og Gabríel Inga BH en þau tvö eru stödd í Danmörku við badmintonæfingar og nám.
Þjálfarar ferðarinar eru Helgi landsliðsþjáfari, Kjartan og Gerda.
U 19 landsliðið skipa:
Eiríkur Tumi Briem TBR
Gabríel Ingi Helgason BH
Guðmundur Adam Gígja BH
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH
Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS
Lilja Bu TBR
Heimsmeistaramót unglinga verður haldið í Santander, Spáni dagana 17.-30. október n.k.
Mótið hefst á liðakeppni og er Ísland í riðli með afar sterkum þjóðum m.a. Kína og Indlandi. Það verður því skemmtileg áskorun fyrir leikmennina okkar að fá að spreyta sig á móti þeim bestu í heiminum.
Seinnipartur liðakeppninnar er það sem gerir þetta mót svo frábært fyrir okkur. Þar munum við mæta liðum sem enda í sama sæti og við í okkar riðli, spilum 2-3 liðakeppnisleiki í umframspilinu. Þar ættum við að fá jafna og góða leiki.
Einstaklingskeppnin hefst svo 24. október.
Við óskum hópnum góðrar ferðar út og hlökkum til að fylgjast með þeim spila á stóra sviðinu. Hægt verður að horfa á leikina í gegnum streymi á vegum BWF og við munum deila því á síðuna okkar þegar þar að kemur.
Comments