Íslandsmót unglinga 2024 var haldið í TBR húsinu, Reykjavík, um helgina. Badmintonsamband Íslands og Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur sáu í sameiningu um framkvæmd og skipulagningu mótsins.
U11B keppti sem skemmtiflokkur, uppí í TBR og þar voru 38 keppendur, 23 snáðar og 15 snótir.
Í ár var ákveðið að prufa nýtt fyrirkomulag með yngstu börnin, sem eru ekki komin í U11 A. Flokkurinn var kallaður skemmtiflokkur, ekki var spilað til úrslita og spilað á tíma.
Börnunum var raðað í riðla, af þjálfurum félaganna og allir spiluðu 3 einliðaleiki og 3 - 4 tvíliðaleiki.
Almennt var ánægja með fyrirkomulagið, hjá keppendum, þjálfurum og foreldrum.
Í lokin fengu öll börnin þátttökupening og BSÍ drykkjarbrúsa.
Fleiri myndir eru á facebook síðu TBR
Коментарі