top of page
Search
laufey2

TBR þrefaldir Íslandsmeistarar 2022, í Deildarkeppni BSÍ.

TBR varð í dag Íslandsmeistari í 1. og 2. Deild, eftir að hafa unnið Úrvalsdeildina í gær.


Í 1. Deild voru 6 lið í einum riðli þar sem allir spiluðu við alla. TBR - Gullhöggið varð Íslandsmeistari eftir að hafa unnið alla sína leiki en í öðru sæti urðu TBR - Trallarar.


Í 2. Deild voru 8 lið, í tveimur 4 liða riðlum. Spilað var um sæti upp úr riðlunum og um 1-2 sætið kepptu TBR - Jóakúlurnar og TBR - Sleggjur. TBR Jóakúlurnar unnu 5 - 3 í hörku leik og eru því Íslandsmeistarar í 2. Deild 2022.


Íslandsmeistarar í 1. Deild 2022, TBR - Gullhöggið; Gunnar Bjarki Björnsson, Bjarki Stefánsson, Daníel Thomsen fyrirliði, Davíð Örn Harðarson, Einar Sverrisson, Sigurður Patrik Fjalarsson, Björk Orradóttir, Karolina Prus, Þórunn Eylands og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir (vantar á mynd). Með liðinu á myndinni er Guðmundur Adolfsson, formaður TBR.


TBR - Trallarar, silfur í 1. Deild 2022; Pétur Hemmingsen fyrirliði, Kjartan Pálsson, Haukur Stefánsson, Jón Sigurðsson, Davíð Thor Guðmundsson, Kristján Huldar Aðalsteinsson, Margrét Nilsdóttir, Aðalheiður Pálsdóttir og Elsa Nielsen. Í liðinu voru einnig (vantar á mynd) Gunnar Petersen, Ingólfur Ingólfsson, Njörður Ludvigsson, Sævar Ström, Þorsteinn Páll Hængsson, Vignir Sigurðsson og Elín Þóra Elíasdóttir.


Íslandsmeistarar í 2. Deild 2022, TBR - Jóakúlurnar; Þorkell Ingi Eriksson, Vignir Haraldsson, Bjarni Þór Sverrisson, Dómhildur Ýr Iansdóttir Gray, Tinna Chloé Kjartansdóttir, Funi Hrafn Elíasen, Daníel Máni Einarsson, Atli Tómasson fyrirliði, Iðunn Jakobsdóttir og Hrafnhildur Magnúsdóttir. Á myndina vantar Brynjar Már Ellertsson. Með liðinu á myndinni er Guðmundur Adolfsson formaður TBR og Jóhann Kjartansson þjálfari TBR.


TBR - Sleggjur, silfur í 2. Deild 2022; Birgir Hilmarsson, Árni Haraldsson, Skúli Þór Johnsen, Geir Svanbjörnsson, Haukur Þórðarson, Eggert Þorgrímsson, Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir fyrirliði, Sigrún Marteinsdóttir, Áslaug Jónsdóttir og Brynja Steinsen. Í liðinu voru einnig (og vantar á myndina) Georg Hansen, Guðjón Helgi Auðunsson, Gunnar Örn Ingólfsson, Helgi Jónsson, Jón Matthíasson, Jónas Skúlason, Philip Jones, Guðrún Júlíusdóttir og Kristín Berglind Kristjánsdóttir.

224 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page