top of page
Search
laufey2

TBR þrefaldir Íslandsmeistarar 2022, í Deildarkeppni BSÍ.

TBR varð í dag Íslandsmeistari í 1. og 2. Deild, eftir að hafa unnið Úrvalsdeildina í gær.


Í 1. Deild voru 6 lið í einum riðli þar sem allir spiluðu við alla. TBR - Gullhöggið varð Íslandsmeistari eftir að hafa unnið alla sína leiki en í öðru sæti urðu TBR - Trallarar.


Í 2. Deild voru 8 lið, í tveimur 4 liða riðlum. Spilað var um sæti upp úr riðlunum og um 1-2 sætið kepptu TBR - Jóakúlurnar og TBR - Sleggjur. TBR Jóakúlurnar unnu 5 - 3 í hörku leik og eru því Íslandsmeistarar í 2. Deild 2022.


Íslandsmeistarar í 1. Deild 2022, TBR - Gullhöggið; Gunnar Bjarki Björnsson, Bjarki Stefánsson, Daníel Thomsen fyrirliði, Davíð Örn Harðarson, Einar Sverrisson, Sigurður Patrik Fjalarsson, Björk Orradóttir, Karolina Prus, Þórunn Eylands og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir (vantar á mynd). Með liðinu á myndinni er Guðmundur Adolfsson, formaður TBR.


TBR - Trallarar, silfur í 1. Deild 2022; Pétur Hemmingsen fyrirliði, Kjartan Pálsson, Haukur Stefánsson, Jón Sigurðsson, Davíð Thor Guðmundsson, Kristján Huldar Aðalsteinsson, Margrét Nilsdóttir, Aðalheiður Pálsdóttir og Elsa Nielsen. Í liðinu voru einnig (vantar á mynd) Gunnar Petersen, Ingólfur Ingólfsson, Njörður Ludvigsson, Sævar Ström, Þorsteinn Páll Hængsson, Vignir Sigurðsson og Elín Þóra Elíasdóttir.


Íslandsmeistarar í 2. Deild 2022, TBR - Jóakúlurnar; Þorkell Ingi Eriksson, Vignir Haraldsson, Bjarni Þór Sverrisson, Dómhildur Ýr Iansdóttir Gray, Tinna Chloé Kjartansdóttir, Funi Hrafn Elíasen, Daníel Máni Einarsson, Atli Tómasson fyrirliði, Iðunn Jakobsdóttir og Hrafnhildur Magnúsdóttir. Á myndina vantar Brynjar Már Ellertsson. Með liðinu á myndinni er Guðmundur Adolfsson formaður TBR og Jóhann Kjartansson þjálfari TBR.


TBR - Sleggjur, silfur í 2. Deild 2022; Birgir Hilmarsson, Árni Haraldsson, Skúli Þór Johnsen, Geir Svanbjörnsson, Haukur Þórðarson, Eggert Þorgrímsson, Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir fyrirliði, Sigrún Marteinsdóttir, Áslaug Jónsdóttir og Brynja Steinsen. Í liðinu voru einnig (og vantar á myndina) Georg Hansen, Guðjón Helgi Auðunsson, Gunnar Örn Ingólfsson, Helgi Jónsson, Jón Matthíasson, Jónas Skúlason, Philip Jones, Guðrún Júlíusdóttir og Kristín Berglind Kristjánsdóttir.

217 views0 comments

Comments


bottom of page