Sunnudaginn 4. desember s.l. var Unglingamót TBS haldið í Íþróttahúsinu á Siglufirði.
Mótið var fyrir B-flokk og keppt var í flokkum U-9 til U-15. 35 keppendur mættu til leiks, frá TBS og Íþróttafélaginu Samherja.
Margir voru að taka þátt í sínu fyrsta móti. Leikgleðin var allsráðandi og verður gaman að fylgjast með þessum krökkum í framtíðinni.
Comments