top of page
Search
annamargret5

Silfur hjá íslenskum badmintonstúlkum í Danmörku!


Drífa Harðardóttir og Arna Karen Jóhannsdóttir



Silfur hjá íslenskum badmintonstúlkum á Senior M móti í Danmörku

Arna Karen Jóhannsdóttir og Drífa Harðardóttir eru báðar búsettar í Danmörku og æfa og keppa með sitthvorum klúbbnum þar. Þær náðu þeim frábæra árangri að vinna til silfurverðlauna í tvíliðaleik á Senior M móti - KMB um síðastliðna helgi.


„Mjög ánægðar með mótið“


„Við erum mjög ánægðar með mótið, þó að við hefðum ekki unnið gullið. Við erum búnar að fá að æfa okkur smá saman upp á síðkastið, bæði á Kýpur og í Hollandi, svo það var gaman að fá að spila enn fleiri leiki saman. Gaman að geta farið inn í svona mót og sýnt hvað Ísland getur - þetta voru mjög skemmtilegir, krefjandi og kaflaskiptir leikir".


Í 8 liða úrstlitum var leikurinn æsispennandi og þær unnu í oddalotu 24-22, 10-21, 21-16. Í undanúrslitum unna stelpurnar tvíliðaleiksparið með fyrstu röðun frekar auðveldlega 21-17 og 21-13.


Í úrslitum mættu þær mjög sterku pari frá Sviss/Austurríki og þurftu að játa sig sigraðar 10-21 og 15-21.


Frábært að sjá íslenskar badmintonstúlkur gera svona góða hluti erlendis - til hamingju Arna Karen og Drífa með árangurinn!



86 views0 comments

Recent Posts

See All

Yorumlar


bottom of page