Badmintonsamband Íslands er stolt af því að tilkynna að sex þjálfarar úr fjórum aðildafélögum hafa lokið 40 klukkustunda badmintonþjálfaranámskeiði sem haldið var af landsliðsþjálfara okkar, Kenneth Larsen.
Námskeiðinu lauk með krefjandi 60 mínútna prófi þar sem þjálfararnir framkvæmdu hver um sig klukkutíma langa æfingu fyrir leikmannahóp.
Í prófinu sýndu þjálfararnir framúrskarandi færni og útsjónarsemi. Verkefni þeirra fólust meðal annars í að:
Búa til tímaseðil með klukkustunda langri æfingu sem hentar fyrir tiltekið tímabil í ársplani
Nota þrjár helstu lærdómskenningarnar til að koma æfingunum á framfæri
Kynna og fá leikmenn til að framkvæma æfingar sem reyna á forspá (e. anicipation), liðsheild og samvinnu
Útskýra tæknileg atriði, sérstakt högg, með nákvæmum hætti
Skipuleggja og framkvæma taktíska þjálfun fyrir móttöku í tvíliðaleik
Skipuleggja og framkvæma líkamlegan þátt ef það var mikilvægt fyrir viðkomandi tímabil
Allir þjálfararnir stóðust prófið með sóma, og sambandið er afar stolt af þessum hópi. Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim efla badmintoníþróttina á Íslandi enn frekar.
Comments